Tilgangur félagsins er meðal annars:

 • að leiða saman núverandi og fyrrverandi styrkþega með hugmyndafræði J. William Fulbright, stofnanda samtakanna að leiðarljósi, þ.e. að stuðla að betra mannlífi og friði með menntun, aukinni þekkingu og samfélagsvitund.
 • að efla menningar- og vináttutengsl Íslands og Bandaríkjanna.
 • að efla starfsemi Fulbright stofnunarinnar.
 • að styrkja og efla samskipti bandarískra og íslenskra styrkþega.

Fulbright App og vefur

Við viljum benda fyrrverandi styrkþegum á Fulbrighter-appið, en þar geta Fulbright styrkþegar um allan heim haldið tengslum og skapað ný tengsl.

Jafnframt eru fyrrverandi Fulbright styrkþegum bent á vef Fulbright Community á vef State Alumni.

Stjórn FFSÍ

Stjórn Félags Fulbright styrkþega á Íslandi 2024

 • Kristján Theodór Sigurðsson (2018) – formaður
 • Ingibjörg Friðriksdóttir (2015)
 • Margaret Cormack (1994, 2000)
 • Sóllilja Bjarnadóttir (2022)
 • Sólveig Ásta Sigurðardóttir (2016)

 

Fundargerðir stjórnar
Félagsmenn geta fengið aðgang að fundargerðum með því að hafa samband við [email protected].

Saga og starfsemi Félags Fulbright styrkþega

Þann 18. september 2008 var haldinn fyrsti aðalfundur hins nýstofnaða Félags Fulbright styrkþega á Íslandi, en félagið var stofnað þann 23. mars sama ár. Félagið er opið öllum þeim sem hafa hlotið styrk frá Fulbright stofnuninni á Íslandi. Allir styrkþegar eru hvattir til að taka virkan þátt í starfi félagsins eftir að heim er komið.

Margir sem kynnst hafa bandarískri þakkargjörð vilja halda í heiðri þessa fallegu hefð. Aðalviðburður FFSÍ er árleg þakkargjörðarhátíð þar sem saman koma fyrrverandi styrkþegar og aðrir, bæði Íslendingar og Bandaríkjamenn, sem áhuga hafa á samskiptum landanna tveggja. Happdrætti er haldið á þakkargjörðinni, en allur ágóði rennur í styrktarsjóð félagsins, en tilgangur hans er að styrkja fleiri Íslendinga til náms í Bandaríkjunum.

Félagið stendur fyrir ýmsum öðrum viðburðum, t.d. má nefna Alumni Talk Series, þar sem fyrrverandi styrkþegar miðla af þekkingu sinni með áhugaverðum erindum um allt milli himins og jarðar. FFSÍ býður nýjum íslenskum styrkþegum að hittast á Happy Hour að sumri áður þeir halda til Bandaríkjanna og félagið tekur jafnframt þátt í starfi með bandarískum styrkþegum á Íslandi.

Félagið hefur með sínu góða starfi svo sannarlega stuðlað að auknum samskiptum Fulbright styrkþega á Íslandi. Félagið vinnur mikils metið fjáröflunarstarf og hefur fært Fulbright stofnuninni peningagjafir, og þannig átt beinan þátt í því að gefa fleiri Íslendingum tækifæri til náms í Bandaríkjunum.

Félagið tekur fagnandi hugmyndum frá félagsmönnum um það hvernig efla megi starfið.

Sign up for our newsletter

FULBRIGHT COMMISSION ICELAND
Opening hours:
 • Mon-Fri: 10-16
 • EducationUSA Advising Center hours:
 • Tue 10:00–12 and 13–15:30
 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.