Fyrirtæki getur fjármagnað einn eða fleiri styrki og nemur lágmarksupphæð 25.000 US$ (sem greiða má í ISK) en endanleg upphæð ræðst af styrktegund og lengd. Æskilegt er að gera samning við Fulbright stofnunina um fjármögnun til einhverra ára, þó að hægt sé að fjármagna styrk sem einungis er veittur einu sinni. Styrkir sem greiddir eru af fyrirtækjum eru almennir, nema að tiltekin markmið séu ákveðin, t.d. hvort styrkfé eigi að nýtast náms- eða fræðimönnum eða hvort bakhjarl hafi áhuga á að styrkja ákveðin fræðasvið eða setja tiltekin markmið.  Í ákveðnum tilfellum er jafnvel hægt að nefna styrk eftir veitanda, „Fulbright-Fyrirtækjanafn styrkur“. Styrkþegar eru valdir af stjórn Fulbright stofnunarinnar.

Fyrirtæki sem vilja fjármagna styrk eða styrki skulu hafa samband við Fulbright stofnunina um nánari útfærslu. Sími: 551 0860 Netfang: [email protected]

Nafn bakhjarls í þessum flokki er getið í ársskýrslu með áberandi hætti. Bakhjarlsins er getið í öllu kynningarefni um viðkomandi styrk og á heimasíðu stofnunarinnar undir „Partners and Sponsors“ er lógó bakhjarls sýnilegt. Viðkomandi fær boð í móttöku til heiðurs íslenskum styrkþegum.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um skattaafslátt lögaðila á heimasíðu Skattsins.