Gestakennarar til Íslands

Á hverju hausti óskar Fulbright stofnunin eftir tillögum íslenskra háskólastofnana um komu bandarískra Fulbright-gestakennara til kennslu. Umsækjandi, væntanlega deild í tilteknum háskóla, fær svar í kring um áramót um það hvort umsóknin hlýtur brautargengi.

 

 

Umsóknarferlið

Valdar stöður er síðan auglýstar í Bandaríkjunum í opnu ferli fram á næsta haust. Síðan tekur við úrvinnsla þeirra umsókna og er gengið frá styrkveitingu eftir næstu áramót, oftast í febrúar, í samráði við gestgjafa sem tekur síðan á móti viðkomandi fræðimanni annað hvort á haustönn eða vorönn næsta skólaárs þar á eftir. Allt ferlið tekur því um tvö ár.

Góð ráð við gerð umsóknar

Ath. að samkeppni er um þessa styrki og mikilvægt að leggja vinnu í umsókn, m.a. eftirfarandi atriði:

  • Rökstyðja skal af hverju verkefnið er mikilvægt og af hverju þið sækist eftir bandarískum fræðimanni (justification)
  • Setja skal fram skýrar upplýsingar um verkefnið (grant activity)
  • Útskýra skal hvað það er sem þið hafið fram að færa og hvernig þið munið taka á móti gestafræðimanni. Af hverju ætti að vera eftirsóknarvert fyrir bandarískan fræðimann að verja önn við deild ykkar?
  • Hægt er að finna eyðublað undir „related content“ ofar á vefsíðunni til vinstri eða með því að smella hér

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2026-2027 er 14. október 2024

Umsóknum er skilað með tölvupósti á [email protected]