BA-/BS-nám (Fjögurra ára háskólar)

Hér fyrir neðan má finna gagnlegar upplýsingar í 5 skrefum um skólaval, fjármögnun náms, umsóknir, dvalarleyfi og annan undirbúning. Hægt er að smella á hvert skref fyrir sig og sjá frekari upplýsingar inn á vefsíðu EducationUSA. Neðar á síðunni eru upplýsingar um tveggja ára háskóla (community colleges), þar sem eingöngu er hægt að taka fyrstu tvö námsárin, en þessir skólar geta verið áhugaverður valkostur til að hefja háskólanám.

Community Colleges (tveggja ára háskólar)

Hægt er að hefja grunnnám í Bandaríkjunum með því að ljúka fyrstu tveimur árum háskólanáms í tveggja ára háskóla, svokölluðum „community college“, og færa sig svo yfir í hefðbundinn fjögurra ára háskóla og taka seinni tvö árin þar. Þetta er talin örugg og góð leið ef umræddir skólar hafa gert milli sín samning sem nefndur er „articulation agreement“. Ef slíkur samningur er fyrir hendi á nemandinn rétt á því að láta færa sig yfir í samstarfsháskólann að tveimur árum liðnum, að því tilskyldu að nemandinn standist ákveðnar lágmarkskröfur. Tveggja ára háskólar eru oftast mun ódýrari skólar en fjögurra ára háskólar. Skólagjöld þar eru oft ekki nema fimmtungur af skólagjöldum annarra háskóla.

FULBRIGHT COMMISSION ICELAND
Opening hours:
  • Mon-Fri: 10-16
  • EducationUSA Advising Center hours:
  • Tue 10:00–12 and 13–15:30
  • Email EducationUSA adviser: [email protected]
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.