Óháð, fagleg ráðgjöf
EducationUSA er samstarfsnet meira en 400 ráðgjafarmiðstöðva um allan heim sem reknar eru í samráði við bandaríska utanríkisráðuneytið. Ráðgjafarmiðstöð EducationUSA á Íslandi heyrir undir Fulbright-stofnunina. Ráðgjöf er veitt samkvæmt ströngum reglum, þar sem lögð er áhersla á alhliða og hlutlausar upplýsingar um námsmöguleika í Bandaríkjunum. Hér má kynna sér þjónustu okkar og fræðast um námsmöguleika í Bandaríkjunum.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu eru þeir sem óska eftir ráðgjöf hvattir til að hringja í síma 551-0860 eða senda tölvupóst á [email protected]. Ef óskað er eftir ráðgjöf á skrifstofunni er nú nauðsynlegt að panta tíma til að tryggja öryggi gesta og starfsfólks.