Óháð, fagleg ráðgjöf

EducationUSA er samstarfsnet meira en 430 ráðgjafarmiðstöðva um allan heim sem reknar eru í samráði við bandaríska utanríkisráðuneytið. Ráðgjafarmiðstöð EducationUSA á Íslandi heyrir undir Fulbright-stofnunina. Ráðgjöf er veitt samkvæmt ströngum reglum, þar sem lögð er áhersla á alhliða og hlutlausar upplýsingar um námsmöguleika í Bandaríkjunum. Hér má kynna sér þjónustu okkar og fræðast um námsmöguleika í Bandaríkjunum.

 

 

Af hverju nám í Bandaríkjunum?

Það sem gerir bandaríska háskólaumhverfið og menntakerfið svo áhugavert er sá mikli sveigjanleiki sem það býður upp á, bæði hvað varðar fjölda menntastofnana og fjölbreytileika þeirra. Þessi fjölbreytni gefur námsmönnum möguleika á að sérhæfa sig í ótal námsgreinum og jafnvel fá tækifæri á starfsþjálfun. Menntakerfið samanstendur af meira en 4500 viðurkenndum skólum og menntastofnunum. Margir af bestu háskólum heims eru í Bandaríkjunum, en jafnframt bjóða margir háskólar sem ekki eru eins vel þekktir upp á hágæða nám.  Það er mikilvægt að kynna sér alla kosti vel.

BA- og BS-nám (Fjögurra ára háskólar)

Grunnnám

Hér má finna margvíslegar leiðbeiningar fyrir þá sem íhuga grunnháskólanám í Bandaríkjunum.

Grunnnám
masters- og doktorsnám

Framhaldsnám

Hér má finna margvíslegar leiðbeiningar fyrir þá sem íhuga framhaldsnám í Bandaríkjunum.

Framhaldsnám
Gott að vita

Aðrar upplýsingar

Hér má nálgast ýmsar nytsamlegar upplýsingar um nám í Bandaríkjunum.

Aðrar upplýsingar