Leiðbeiningar fyrir umsækjendur

Hér fyrir neðan eru mikilvægar upplýsingar sem umsækjendur skulu kynna sér vel. Ef spurningar vakna má hafa samband við Fulbright-stofnunina.

Umsókn skal skilað í gegnum rafrænt umsýslukerfi sem nefnist Slate. Ítarlegar leiðbeiningar um umsóknarferlið fyrir Fulbright-námsstyrk eru aðgengilegar í Slate-umsóknarkerfinu. Mikilvægt er að umsækjendur lesi þessar upplýsingar mjög vandlega og fylgi þeim við gerð umsóknar.

Fyrirspurnir um Fulbright Visiting Student Researcher styrki má senda á [email protected].

Rafrænt umsóknarkerfi

Þegar notandi skráir sig í fyrsta sinn þarf að gefa upp netfang, sem kerfið notar til að senda nauðsynlegar upplýsingar til umsækjanda. Mikilvægt er að lesa vel leiðbeiningar um það hvernig fylla á út umsóknina og hvernig á að senda meðmælendum tengla svo þeir geti skilað meðmælum á viðeigandi hátt.

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2025-2026 er 14. október 2024.

 

Leiðbeiningar fyrir útfyllingu umsóknar má finna hér.

Hefja umsókn

Til að sækja um þennan styrk þarf að fara í flipann „Country Information“ og undir „Award Information“ velja „Visiting Student Researcher“. Fylla skal út umsóknina eftir sömu leiðbeiningum og fyrir almenna Fulbright-umsókn fyrir námsmenn.

Almenn skilyrði sem umsækjendur verða að uppfylla

  • Umsækjandi verður að vera íslenskur ríkisborgari.
  • Umsækjandi má ekki vera handhafi græna kortsins eða með bandarískt ríkisfang.
  • Umsækjandi skal vera í doktorsnámi við íslenskan háskóla. Skólavist í Bandaríkjunum þarf ekki að liggja fyrir.
  • Allar námsgreinar eru styrkhæfar nema læknisfræði og annað nám sem felur í sér eftirlitslaus samskipti við sjúklinga.

Um val á styrkþegum og meðhöndlun umsókna gildir það sama og um almennar Fulbright-umsóknir.

Ábyrgð umsækjanda

Umsækjandi ber ábyrgð á að öll gögn berist Fulbright-stofnuninni á réttum tíma. Einungis þær umsóknir sem berast með öllum fylgigögnum áður en umsóknarfrestur rennur út verða teknar til greina. Umsækjandi þarf að fylgjast með því að meðmælum sé skilað á réttum tíma, en meðmælandi skilar þeim beint inn í rafræna umsókn til Fulbright-stofnunarinnar. Meðmælendur eiga ekki að senda meðmæli til umsækjanda.

Til viðbótar við rafræna umsókn skal skila til Fulbright-stofnunarinnar einu útprentuðu eintaki af umsókn og öllum fylgigögnum, að undanskildum meðmælum.

Heimilt er að skila útprentaðri umsókn ásamt fylgigögnum næsta virka dag eftir að umsóknarfrestur rennur út og skal hún þá berast stofnuninni fyrir kl. 16. Jafnframt er leyfilegt að póstleggja umsóknina næsta virka dag eftir að umsóknarfrestur rennur út og skal þá tilkynna stofnuninni samdægurs að umsókn hafi verið póstlögð.

Læknaskýrsla

Aðeins þeir sem hljóta styrk þurfa að skila læknaskýrslu, „Medical History and Examination Form“. Vinsamlegast skilið henni ekki með umsókninni. Á þessu stigi þarf heldur ekki að skila síðum úr vegabréfi eða upplýsingum um fjölskyldumeðlimi (dependents).

Tveggja ára reglan

Íslenskir námsmenn sem þiggja Fulbright-styrk fara til Bandaríkjanna með J-1 vegabréfsáritun og eru bundnir af svokallaðri „tveggja ára reglu“. Hún kveður á um að viðkomandi snúi aftur heim að námi loknu og geti hvorki sótt um dvalar- né atvinnuleyfi í Bandaríkjunum í a.m.k. tvö ár að loknu námi.