Lágmarksupphæð framlags er USD 25.000 (upphæð í íslenskum krónum miðast við gengi dagsins) eða meira á ári . Hægt er að veita almenna opna styrki sem nýtast styrkþegum eða sníða styrki að áhugasviði bakhjarlsins. Styrkþegar eru valdir af stjórn Fulbright stofnunarinnar.

Bakhjarl í þessum flokki fær boð í móttöku til heiðurs íslenskum styrkþegum. Jafnframt er nafn viðkomandi getið í ársskýrslu. Bakhjarlsins er getið í öllu kynningarefni um viðkomandi styrki.

Hafa skal samband við skrifstofu Fulbright stofnunarinnar til að bóka fund með framkvæmdastjóra til að útfæra hugmyndir bakhjarlsins. Sími: 551 0860 Netfang: [email protected]