Hvernig getur þín stofnun fengið fræðimann?

Íslenskar stofnanir geta sótt um að fá til sín fræðimann í eina önn í gegnum svonefnda Request for Scholar-umsókn til Fulbright stofnunarinnar. Jafnframt er hægt að fá fræðimenn og sérfræðinga til styttri dvalar, 2-6 vikur, í gegnum Fulbright Specialist Program. Þá er hægt að sækja um Inter-Country Travel styrk til fá bandarískan Fulbright-fræðimann í öðru Evrópulandi til Íslands í nokkurra daga heimsókn.

Kynntu þér frekari upplýsingar um þessar áætlanir, en um þær gilda mismunandi reglur og umsóknarferli.

Skyldur gestgjafa

Hafa skal í huga

Allar stofnanir sem fá fræðimann/sérfræðing í gegnum Fulbright-stofnunina þurfa að uppfylla ákveðnar skyldur. Fyrst og fremst þurfa gestgjafar að taka vel á móti fræðimanni/sérfræðingi, bæði faglega og persónulega. Jafnframt ber gestgjafi ábyrgð á því að Fulbright á Íslandi sé áberandi í öllum kynningum á Fulbright-styrkþeganum, t.d. í upplýsingaefni á vef skóla/stofnunar, á viðburðum þar sem styrkþeginn er kynntur sérstaklega eða í auglýsingum á erindum sem viðkomandi kann að halda. Að Fulbright-dvöl lokinni þurfa gestgjafar að fylla út stutta skýrslu.

Frekari upplýsingar um tækifæri fyrir íslenska háskóla og stofnanir til að fá bandarískan fræðimann/sérfræðing má finna gegnum tenglana hér að ofan.