Staðarfræðimaður - Fulbright Scholar in Residence
Fulbright-stofnunin vill vekja athygli á Scholar-in-Residence áætluninni, en þar geta bandarískir háskolar fengið aðstoð við alþjóðavæðingu. Í því felst að fá erlenda fræðimenn til starfa í eina önn eða heilt skólaár.
Íslendingar sækja ekki um styrk til slíkrar dvalar, heldur þarf viðeigandi háskólastofnun í Bandaríkjunum að sækja um að fá íslenskan fræðimann á ákveðnu sviði. Áhugasamir geta því ekki sótt um styrk, heldur þurfa þeir að setja sig í samband við háskólastofnun í Bandaríkjunum sem síðan sækir um styrk. Ef umsókn er samþykkt af Fulbright í Bandaríkjunum mun Fulbright stofnunin á Íslandi hafa samband við þann fræðimann sem viðkomandi háskóli óskar eftir að fá eða við fræðimenn sem uppfylla þau skilyrði sem sett eru.
Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2023–2024 er liðinn. Umsóknarfrestur fyrir 2024-2025 verður auglýstur næsta vor.
https://www.cies.org/program/fulbright-scholar-residence-program
https://apply.iie.org/sir