Leiðbeiningar fyrir umsækjendur

Hér fyrir neðan eru mikilvægar upplýsingar sem umsækjendur skulu kynna sér vel. Ef spurningar vakna má hafa samband við Fulbright-stofnunina.

Umsókn skal skilað í gegnum rafrænt umsýslukerfi sem nefnist Slate. Ítarlegar leiðbeiningar um umsóknarferlið fyrir Fulbright-námsstyrk eru aðgengilegar í Slate-umsóknarkerfinu. Mikilvægt er að umsækjendur lesi þessar upplýsingar mjög vandlega og fylgi þeim við gerð umsóknar.

Rafrænt umsóknarkerfi

Þegar notandi skráir sig í fyrsta sinn þarf að gefa upp netfang, sem kerfið notar til að senda nauðsynlegar upplýsingar til umsækjanda. Mikilvægt er að lesa vel leiðbeiningar um það hvernig fylla á út umsóknina og hvernig á að senda meðmælendum tengla svo þeir geti skilað meðmælum á viðeigandi hátt.

Almennur umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2025–2026 er 14. október 2024. 

Hefja umsókn

Miðað er við að rannsóknardvöl í Bandaríkjunum sé á bilinu þrír mánuðir til eitt ár á einu skólaári. Almennt hefst styrktímabil í fyrsta lagi í ágúst eða í síðasta lagi 1. apríl, en styrktímabilinu lýkur í síðast lagi í júlí á því skólaári sem um ræðir.

  • Tvö meðmælabréf skulu fylgja umsókn.
  • Ef gestgjafastofnun liggur fyrir skal veita upplýsingar um það í umsókn, en staðfesting á aðstöðu til rannsóknarstarfa við stofnun í Bandaríkjunum (affiliation) þarf ekki að fylgja umsókninni ef hún liggur ekki fyrir. Í því tilviki skal veita upplýsingar um mögulega gestgjafa (host institutions).
  • Boðsbréf frá gestgjafa (letter of affiliation) þarf ekki að fylgja umsókn, en er þó gagnlegt ef það er fyrir hendi á þessu stigi.
  • Bréf frá vinnuveitanda sem staðfestir stuðning við fyrirhugaða rannsóknardvöl (letter of support) skal fylgja umsókn.
  • Ekki skal fylla út upplýsingar um fjármál og fjölskyldumeðlimi (dependents) undir liðnum „Grant & Travel Plans“. Jafnframt eiga síður úr vegabréfi ekki að fylgja umsókn.
  • Styrkþegar eru skyldugir að mæta á tvo undirbúningsfundi hjá Fulbright-stofnuninni, sem boðað er til að vori.

Almenn skilyrði sem umsækjendur verða að uppfylla

  • Umsækjandi verður að vera íslenskur ríkisborgari.
  • Umsækjandi má ekki vera handhafi græna kortsins eða með bandarískt ríkisfang.
  • Umsækjandi skal hafa lokið doktorsprófi eða sambærilegu námi.

Fulbright Visiting Scholar award in Heritage Science

The Fulbright Visiting Scholar award in Heritage Science  connects Fulbright visiting scholars with scientists and experts at NARA’s state-of-the-art Heritage Science Research and Testing Lab in College Park, Maryland.  Heritage Science is an interdisciplinary field that includes conservation, preservation, cultural heritage, archaeological science, and heritage management.  Details about the Fulbright-NARA Heritage Science Fellowship for Fulbright visiting scholars, including eligibility and application details, can be found at https://fulbrightscholars.org/fulbrightnationalarchives. The award will be fully funded by ECA, and one fellow will be funded each year.

Application deadline for the 2024-25 academic year has passed.

Staðarfræðimaður - Fulbright Scholar in Residence

Fulbright-stofnunin vill vekja athygli á Scholar-in-Residence áætluninni, en þar geta bandarískir háskolar fengið aðstoð við alþjóðavæðingu. Í því felst að fá erlenda fræðimenn til starfa í eina önn eða heilt skólaár.

Íslendingar sækja ekki um styrk til slíkrar dvalar, heldur þarf viðeigandi háskólastofnun í Bandaríkjunum að sækja um að fá íslenskan fræðimann á ákveðnu sviði. Áhugasamir geta því ekki sótt um styrk, heldur þurfa þeir að setja sig í samband við háskólastofnun í Bandaríkjunum sem síðan sækir um styrk. Ef umsókn er samþykkt af Fulbright í Bandaríkjunum mun Fulbright stofnunin á Íslandi hafa samband við þann fræðimann sem viðkomandi háskóli óskar eftir að fá eða við fræðimenn sem uppfylla þau skilyrði sem sett eru.

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2025–2026 er liðinn.

https://fulbrightscholars.org/sir

apply.iie.org/sirhost 

FULBRIGHT COMMISSION ICELAND
Opening hours:
  • Mon-Fri: 10-16
  • EducationUSA Advising Center hours:
  • Tue 10:00–12 and 13–15:30
  • Email EducationUSA adviser: [email protected]
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.