Viðurkenndir skólar

Mikilvægt er að ganga úr skugga um að skólinn sé lögleg stofnun og „accredited“ eða viðurkenndur. Gagnagrunnar leggja ekki gæðamat á skóla en staðfestir hvort stofnunin sé viðurkennd opinberlega. Við skólaleit ber að varast „sjóræningjasíður“ en auðvelt er að detta inn á þær ef skólaleit fer fram með því að „googla“ háskóla. Sjá má lista yfir viðurkennda skóla hér.

framfærslu- og skólagjaldalán.

LÍN og námslán til Bandaríkjanna

Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim sem falla undir lögin um sjóðinn tækifæri til náms óháð efnahag. Sjóðurinn veitir lán til framhaldsnáms við skóla sem gera sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og gerðar eru til háskólanáms hérlendis.

Hjá LÍN starfa ráðgjafar sem sérhæfa sig í námi í Bandaríkjunum. Ef skóli finnst ekki á listanum hjá LÍN er hægt að senda fyrirspurn á netfangið [email protected] og verður þá athugað hvort skólinn sé lánshæfur.

Vefsíða LÍN
FULBRIGHT COMMISSION ICELAND
Opening hours:
  • The Fulbright Office is closed from July 1st to August 2nd
  • Mon-Fri: 10-16
  • EducationUSA Advising Center hours:
  • Tue 10–12 and 13–16
  • Thu 13–16
  • In-person advice sessions by appointment only.
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.