Fulbright Specialist styrkir
Fræðimaður/sérfræðingur þarf að hafa hlotið samþykki hjá Fulbright í Bandaríkjunum til að vera á svonefndum Fulbright Specialist Roster. Fulbright greiðir ferðakostnað og launastyrk, en gert er ráð fyrir því að móttökustofnunin greiði húsnæði og uppihald innanlands. Frekari upplýsingar má finna á ensku hér fyrir neðan.
Athugið að öllum Specialist styrkjum fyrir núverandi starfsár hefur verið úthlutað. Næstu úthlutanir fara fram eftir 1. október 2022.