Ert þú framtíðar Fulbright-styrkþegi?

Við höfum aðstoðað hátt í 1000 Íslendinga að ná markmiðum sínum og öðlast nýja færni og þekkingu. Styrkþegar okkar skapa tengsl til framtíðar á milli Íslands og Bandaríkjanna, styrkja vináttubönd landanna og efla samskiptin á öllum sviðum þjóðlífsins.

Styrkþegar okkar koma aftur heim reynslunni ríkari og nýta þekkingu sína og færni til góðs. Þeir verða hluti af öflugu samfélagi Fulbright-styrkþega um allan heim, eru þakklátir fyrir þau tækifæri sem Fulbright á Íslandi hefur veitt þeim og hjálpa öðrum, með einum eða öðrum hætti, að ná sínum markmiðum. Ef þú hefur metnað til að bætast í hóp styrkþega Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi hvetjum við þig til að sækja um.

Námsmannastyrkir

Styrkir til framhaldsnáms

Hér má fræðast frekar um Fulbright-styrki til framhaldsnáms. Ýmsir möguleikar eru í boði fyrir námsmenn sem hafa metnað til að stunda nám í Bandaríkjunum.

Framhaldsnám
Námsmannastyrkir

Rannsóknardvöl doktorsnema

Fulbright veitir styrki til íslenskra doktorsnema sem vilja vinna hluta rannsóknarverkefnis síns við bandarískan háskóla.

Doktorsnám
Fræðimannastyrkir

Styrkir til fræðimanna

Fulbright-stofnunin veitir íslenskum fræðimönnum rannsóknarstyrki til að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum.

Fræðimenn
16–18 ára og háskólanemar í grunnnámi

Styrkir vegna sumarnámskeiða

Jafnframt veitir stofnunin styrki til yngri námsmanna til að sækja sumarnámskeið, annars vegar er styrkur fyrir háskólanema í grunnnámi til að sækja þematengt sumarnámskeið og hins vegar styrkir fyrir námsmenn á aldrinum 16 til 18 ára til að sækja sumarskóla þar sem tækifæri gefst til að kynnast háskólanámi í Bandaríkjunum. Þessir styrkir eru ekki Fulbright styrkir, en eru á vegum Fulbright stofnunarinnar á Íslandi.

Sumarnámskeið