News

Opið fyrir umsóknir: EducationUSA Academy 2024 og Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship

Fulbright Iceland

Fulbright Iceland

Opið er fyrir umsóknir í EducationUSA Academy 2024 og Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship. Um er að ræða tvö ólík tækifæri fyrir ungt fólk til að bæta enskukunnáttu sína, kynnast bandarískri menningu og háskólaumhverfi sem veitir góðan undirbúning fyrir þá sem stefna á háskólanám í Bandaríkjunum síðar meir. Umsóknarfrestur fyrir báða styrki er til og með 8. febrúar 2024.

EducationUSA Academy:

EducationUSA Academy gefur námsmönnum á aldrinum 16-17 ára tækifæri til að kynnast bandarísku háskólaumhverfi og menningu og bæta enskukunnáttu sína. Sumarið 2024 bjóða 5 bandarískir háskólar upp á staðnámskeið, þar á meðal skólar á borð við Boston University og University of Wisconsin-Madison. Um er að ræða sumarnámskeið sem stendur yfir í 2-4 vikur á tímabilinu júní til ágúst en lengd og tímasetning er mismunandi eftir því við hvaða skóla þátttakendur dvelja.

Fulbright stofnunin/EducationUSA ráðgjafarmiðstöðin með fjárveitingu frá Sendiráði Bandaríkjanna veitir tveimur íslenskum námsmönnum fullan styrk til þátttöku í EducationUSA Academy sumarið 2023. Ferðir og þátttökugjald verður greitt fyrir valda þátttakendur, og eru uppihald og tryggingar inni í því.

Sótt er um styrkinn hjá Fulbright stofnuninni og nálgast má nánari upplýsingar, gögn og umsóknareyðublöð hér.

Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship:

Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship er styrkur fyrir 16-18 ára námsmenn til að taka þátt í fjögurra vikna sumarskóla við Purdue University í West Lafayette, Indiana, 22. júní – 20 júlí 2024. Helstu viðfangsefni sumarháskólans eru æskulýðsstarf, lýðræði, samfélagsleg þróun hagsæld og er sumaskólanum ætlað að efla leiðtogahæfni meðal þátttakenda. Styrkurinn greiðir fyrir námsgjöld, ferðir og uppihald.

Sótt er um styrkinn hjá Fulbright stofnuninni á Íslandi og nálgast má nánari upplýsingar, gögn og umsóknareyðublöð hér.

Umsóknarfrestur fyrir EducationUSA Academy og Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship er til og með 8. febrúar 2024.