Fjórar vikur í júní-ágúst

Sumarið 2023 stendur mennta- og menningarmálaskrifstofa bandaríska utanríkisráðuneytisins fyrir sumarnámsstefnu um umhverfismál fyrir efnilegt ungt námsfólk á grunnháskólastigi á aldrinum 18-25 ára á fyrsta eða öðru ári í náminu. Námsstefnan stendur væntanlega í fjórar vikur sumarið 2023, en nákvæmar dagsetningar liggja ekki enn fyrir. Allur kostnaður er greiddur fyrir þátttakendur (ferðir, uppihald, bækur, tryggingar o.fl.). Námsstefnan verður gagnvirk og reynslumiðuð og mun samþætta hefðbundna kennslu við pallborðsumræður, vettvangsheimsóknir og sjálfboðavinnu.

Umsóknarfrestur fyrir sumarnámsstefnuna 2023 er liðinn. Umsóknarfrestur fyrir sumarnámsstefnuna 2024 verður auglýstur haustið 2023.

 

 

Umsóknarfrestur er liðinn

Umsóknareyðublaðið má finna hér.

  1. Umsókn ásamt öllum gögnum skal skilað rafrænt á netfangið [email protected].
  2. Einu eintaki af umsókn ásamt öllum fylgigögnum (fyrir utan meðmæli) skal enn fremur skilað útprentuðum til Fulbright stofnunarinnar, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík, 2. hæð. Útprentun má skila á skrifstofunni eða póstleggja 4. nóvember fyrir kl. 16.
  3. Umsækjandi skal fá meðmælanda til að skrifa umsögn, en eyðublöð fyrir meðmælanda má finna hér.  Meðmælandi skal skila útfylltu eyðublaði beint til Fulbright stofnunarinnar á netfangið [email protected]. Meðmæli mega alls ekki koma í gegnum umsækjanda og verða slík meðmæli ekki tekin gild, þar sem umsækjandi á ekki að sjá meðmælabréf. Umsækjandi ber þó ábyrgð á því að fylgjast með að meðmælum sé skilað innan umsóknarfrests.

Hér má nálgast kynningarskjal með nánari upplýsingum um sumarnámsstefnuna 2023.

Uppbygging

Námsstefnan byggir á virkri þátttöku, vettvangsferðum, verkefnum og umræðum. Jafnframt taka nemendur þátt í fjölbreyttri skemmtidagskrá. Gert er ráð fyrir að þátttakendur nýti reynslu sína af námsstefnunni til hagnýtra verkefna á sviði samfélagsþjónustu þegar heim er komið.

Einn fulltrúi tilnefndur

Fulbright-stofnunin á Íslandi tilnefnir einn fulltrúa á námsstefnuna. Þeir sem hafa tekist á við krefjandi aðstæður á árangursríkan hátt njóta forgangs. Umsækjendur skulu sýna fram á leiðtogahæfni og áhuga á viðfangsefni námsstefnunnar.