Fimm vikur í júní-ágúst

Námsstefnan er fimm vikur og fer fram á tímabilinu júní–ágúst. Allur kostnaður er greiddur fyrir þátttakendur (ferðir, uppihald, bækur, tryggingar o.fl.). Námsstefnan er gagnvirk og reynslumiðuð og er leitast við að samþætta hefðbundna kennslu við pallborðsumræður, vettvangsheimsóknir og sjálfboðavinnu.

Við erum búin að opna umsóknir fyrir Sumarnámsstefnuna 2022 !

Umhverfismál eru umfjöllunarefni námsstefnunnar. Umsóknarfrestur er til 20. desember 2021.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Umsóknareyðublað má finna hér.

Eyðublað fyrir meðmælendur má finna hér. 

Uppbygging

Námsstefnan byggir á virkri þátttöku, vettvangsferðum, verkefnum og umræðum. Jafnframt taka nemendur þátt í fjölbreyttri skemmtidagskrá. Gert er ráð fyrir að þátttakendur nýti reynslu sína af námsstefnunni til hagnýtra verkefna á sviði samfélagsþjónustu þegar heim er komið.

Einn fulltrúi tilnefndur

Fulbright-stofnunin á Íslandi tilnefnir einn fulltrúa á námsstefnuna. Þeir sem hafa tekist á við krefjandi aðstæður á árangursríkan hátt njóta forgangs. Umsækjendur skulu sýna fram á leiðtogahæfni og áhuga á viðfangsefni námsstefnunnar.

Upplýsingar um komandi sumarnámsstefnu og umsóknareyðublað er oftast aðgengilegt í desember/janúar. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með á heimasíðu og FB-síðu stofnunarinnar.