Mikilvægar upplýsingar fyrir umsækjendur
Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms (mastersnám eða doktorsnám) eða rannsókna í öllum námsgreinum við bandaríska háskóla. Ekki er veittur styrkur til þeirra sem sækjast eftir skiptinámi í Bandaríkjunum.
Umsækjendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar og hafa lokið (eða ljúka næsta vor) námi til fyrstu gráðu á háskólastigi (B.A., B.Sc., B.Ed., eða sambærilegri gráðu). Umsækjandi þarf ekki að hafa staðfestingu á skólavist þegar sótt er um. Ath. að styrkurinn er einnig í boði fyrir þau sem þegar hafa þegar hafið framhaldsnám í Bandaríkjunum.
Með umsókn skal skila:
- CV
- Transcript – athugið að hér er átt við háskóla, ekki setja inn menntaskóla
- Brief Research/Project Summary – max 200 orð
- Project Statement
- Relationship to current and/or future plans – max 500 stafabil
- 3 Letters of Recommendation – Umsækjandi gefur upp nöfn og netföng hjá 3 mæðmælendum sem skila bréfunum rafrænt. Bréfin ættu að vera skrifuð af háskólakennurum sem hafa kennt eða leiðbeint umsækjanda eða stjórnandum sem hafa haft umsjón með vinnu umsækjanda á viðkomandi fræðasviði. A.m.k. tvö bréfanna ættu að vera skrifað af akademískum fræðimönnum. Ekki má fá ættingja, maka eða persónulega vini til að skrifa meðmælabréf. Bréfin skulu vera á ensku og þeim skal skila rafrænt í gegnum umsóknarkerfið áður en umsóknarfrestur rennur út. Það er á ábyrgð umsækjandans að sjá til þess að bréfunum sé skilað tímanlega. Bréfin mega alls ekki koma í gegnum umsækjandann og hann á ekki að fá afrit af bréfunum.
- Budget – yfirlit yfir áætlaðan kostnað (t.d. skólagjöld, ferðir, framfærslu o.fl.) og hvernig umsækjandi ætlar að standa straum af honum (t.d. stykrir, námslán, eigið fé)
Fyrirspurnir má senda á ensku á [email protected].
Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2025-2026 er 14. október 2024.