News

Opið fyrir umsóknir! Sumarnámsstefna 2024

Fulbright Iceland

Fulbright Iceland

Styrkþegi sumarnámstefnu 2023 á fullu í prógraminu!

Sumarnámsstefna um umhverfismál

Sumarið 2024 stendur mennta- og menningarmálaskrifstofa bandaríska utanríkisráðuneytisins fyrir sumarnámsstefnu um umhverfismál fyrir efnilegt ungt námsfólk á grunnháskólastigi á aldrinum 18-25 ára á fyrsta eða öðru ári í náminu. Námsstefnan stendur væntanlega í fjórar vikur sumarið 2024, en nákvæmar dagsetningar liggja ekki enn fyrir. Allur kostnaður er greiddur fyrir þátttakendur (ferðir, uppihald, bækur, tryggingar o.fl.). Námsstefnan verður gagnvirk og reynslumiðuð og mun samþætta hefðbundna kennslu við pallborðsumræður, vettvangsheimsóknir og sjálfboðavinnu.

Umsóknarfrestur fyrir sumarnámsstefnuna 2024 er 7. nóvember 2023.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast hér