Sumarið 2026 býður Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna upp á námskeið í þremur bandarískum háskólum. Um er að ræða u.þ.b. tveggja vikna námskeið á tímabilinu júní til júlí, en nákvæm lengd og tímasetning fer eftir því við hvaða námskeið verður fyrir valinu.

Nálgast má nánari upplýsingar, gögn og umsóknareyðublöð má finna hér til hliðar.

Umsóknarfrestur um sumarskólann 2026 er 28. desember 2025.

Fyrirspurnir sendist á [email protected].

100% styrkur

Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna veitir íslenskum námsmönnum fullan styrk til þátttöku í Summer College Academy sumarið 2026. Ferðir, þátttökugjöld og uppihald eru greidd fyrir valda þátttakendur. Styrkurinn er tilkynntur með fyrirvara um fjármögnun.

Almenn skilyrði sem íslenskir umsækjendur þurfa að uppfylla:

  • vera í framhaldsskólanámi á Íslandi
  • vera á aldrinum 16-17 ára þegar námskeiðið fer fram
  • vera góður námsmaður og félagslega virkur
  • hafa lokið enskunámi í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stundað enskunám á framhaldsskólastigi
  • hafa íslenskan ríkisborgararétt
  • vera þroskaðir og ábyrgir einstaklingar með akademískan metnað

Gert er ráð fyrir því að styrkþegarnir séu „góðir fulltrúar lands og þjóðar“ sem munu, á meðan á námsdvöl stendur, kynna eigin menningu á jákvæðan hátt í Bandaríkjunum. Þátttakendur skuldbinda sig til virkrar þátttöku í öllu námskeiðinu og að lúta reglum gestgjafans á meðan á dvölinni stendur. Stofnunin mun skipuleggja ferðir þátttakenda og er gert ráð fyrir að þeir fari beint á námskeiðið við komu til Bandaríkjanna og svo beint til Íslands að námskeiðinu loknu. Tekið verður á móti þátttakendum við komu og verða umsjónarmenn ávallt til staðar í gegnum námskeiðið.

Styrkurinn er tilkynntur með fyrirvara um fjármögnun.

Á þessu stigi skulu umsækjendur kynna sér þá háskóla sem í boði eru og velja tvo sem þeim líst best á, en ekki skal sækja beint um háskóla á þessu stigi. Þegar þátttakendur hafa verið valdir mun stofnunin aðstoða valda umsækjendur við gerð lokaumsóknar og lokaval á skóla (en sá skóli sem er að lokum valinn getur verið annar en valinn var í umsókn). Þess skal getið að námskeið, inntökuskilyrði og umsóknarferli eru mismunandi eftir skólum og þurfa umsækjendur að kynna sér þau vel áður en skólar eru valdir.

Senda skal útfyllta umsókn og námsferilsyfirlit til stofnunarinnar á netfangið [email protected] eigi síðar en 28. desember 2025. Jafnframt skal umsækjandi tryggja að meðmælandi skili umsögn beint til stofnunarinnar eigi síðar en 28. desember. Athugið að meðmæli verða að koma beint frá meðmælanda á [email protected].

Ekki er tekið við meðmælum sem koma í gegnum umsækjanda.

Frekari upplýsingar á ensku:

The Academy is a short-term academic enrichment program for 16- to 17-year-olds who are intermediate or advanced English speakers. In-person Academy sessions are intensive campus-based programs that provide participants the experience of living on a U.S. campus and exploring the U.S. higher education landscape and options. This opportunity is announced pending availability of funds.

The following U.S. campuses will host sessions for Summer College Academy grantees in 2026:

Summer College Academy exposes students to life on a U.S. college campus and equips them with skills to be successful at the undergraduate level. Some programs focus on classroom study and gaining real insight into the life of a college student, while others focus more on the college application process and how to research academic and financial aid options, as well as campus visits to nearby institutions. All students will have opportunities to improve their English skills in an immersive environment, make connections with peers and teachers, and participate in cultural activities that will give them a taste of American life.

The Academy is a short-term academic enrichment program for 16- to 17-year-olds who are intermediate, advanced, or native English speakers. In-person Academy sessions are intensive campus-based programs that provide participants the experience of living on a U.S. campus and exploring the U.S. higher education landscape and options. This opportunity is announced pending availability of funds.