Umsókn

Senda skal útfyllta umsóknareyðublað og námsferilsyfirlit til stofnunarinnar á netfangið [email protected] eigi síðar en 9. febrúar 2026.

Jafnframt skal umsækjandi tryggja að meðmælandi skili umsögn (sjá eyðublað fyrir meðmælendur) beint til stofnunarinnar eigi síðar en 9. febrúar. Athugið að meðmæli verða að koma beint frá meðmælanda á [email protected].

Umsóknareyðublað Benjamin Franklin Fellowship 2026

Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship er styrkur fyrir 16-18 ára námsmenn til að taka þátt í fjögurra vikna sumarskóla við Purdue University í West Lafayette, Indiana, 23. júní – 21 júlí 2026. Námskeiðinu er ætlað að efla tengslin bandarískra og evrópskra námsmanna og efla umræðu um lýðræðisleg vestræn gildi á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Dagskrá samanstendur af umræðufundum, kynningum og margvíslegum vinnusmiðjum, auk þess sem þátttakendur heimsækja ýmsar stofnanir, taka þátt í samfélagsverkefnum og kynnast bandarískri menningu. Jafnframt er dvalið hluta af tímanum hjá bandarískri fjölskyldu. Innifalið í styrknum eru námsgjöld, ferðir og uppihald.

Nálgast má nánari upplýsingar, gögn og umsóknareyðublöð má finna hér til hliðar.

Fyrirspurnir sendist á [email protected].

100% styrkur

Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna í samstarfi við Sendiráð Bandaríkjanna veitir íslenskum námsmanni fullan styrk til þátttöku í Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship sumarskólanum sumarið 2026. Ferðir og þátttökugjald verður greitt fyrir þátttakandann, og eru uppihald og tryggingar inni í því. Styrkurinn er tilkynntur með fyrirvara um fjármögnun.

Almenn skilyrði sem íslenskir umsækjendur þurfa að uppfylla:

  • vera á aldrinum 16-18 ára þegar námskeiðið hefst (fædd milli júní 2008 og 23. júní 2010)
  • vera góður námsmaður
  • félagslega virkur með áhuga á samfélagsþjónustu og félagsstarfi
  • mjög góð enskukunnátta og góður árangur í ensku í grunn- og framhaldsskóla
  • leiðtogahæfni og áhugi á að fræðast um Bandaríkin
  • áhugi á Atlantshafstengslum og samskiptum Íslands og Bandaríkjanna
  • hafa íslenskan ríkisborgararétt
  • umsækjendur mega ekki hafa bandarískt ríkisfang eða vera búsettir í Bandaríkjunum
  • vera þroskaðir og ábyrgir einstaklingar sem skuldbinda sig til virkrar þátttöku í námskeiðinu
  • umsækjendur sem aldrei eða sjaldan hafa komið til Bandaríkjanna njóta forgangs

Ath. að umsækjendur sem aldrei hafa komið til Bandaríkjanna njóta forgangs. Styrkurinn er tilkynntur með fyrirvara um fjármögnun.

Gert er ráð fyrir því að þátttakendur séu „góðir fulltrúar lands og þjóðar“ sem munu, á meðan á námsdvöl stendur, kynna eigin menningu á jákvæðan hátt í Bandaríkjunum. Þátttakendur skuldbinda sig til að taka þátt í öllu námskeiðinu og lúta reglum gestgjafans á meðan á dvölinni stendur.

Senda skal útfyllta umsókn og námsferilsyfirlit til Fulbright stofnunarinnar eigi síðar en 9. febrúar 2026. Jafnframt skal umsækjandi tryggja að meðmælandi skili umsögn beint til Fulbright stofnunarinnar eigi síðar en 9. febrúar. Athugið að meðmæli verða að koma beint frá meðmælanda til Fulbright. Ekki er tekið við meðmælum sem koma í gegnum umsækjanda.

The 2025 Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship (BFTF)

The program is scheduled to take place in-person from June 23-July 21, 2026. The program will be hosted by Purdue University in West Lafayette, Indiana.

The Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship is an intensive short-term exchange program, created to foster relationships among young Europeans and Americans to build strong linkages and an awareness of shared Western democratic values between the United States and Europe. The program will consist of seminar discussions, presentations, and a broad assortment of practical, faculty- and mentor-led workshops. The coursework and classroom activities will be complemented by community service activities, site visits, cultural activities, and homestays with American families.

All U.S.-based activities of the exchange will be covered for the participant, as well as international travel expenses. This opportunity is announced pending availability of funds.

 

Candidates must demonstrate interest in pursuing leadership opportunities in their home countries and convey a genuine desire to learn about the United States and its people, society, and institutions.  They are expected to fully participate in the U.S.-based academic program and the follow-on activities in their home countries.  Candidates nominated for this fellowship will:

  • be born between June 23, 2008, and June 23, 2010 (i.e., be 16, 17, or 18 years of age at the time of the program start)
  • be highly proficient in English, as demonstrated in a personal interview or through the results of a standardized test
  • be committed to enrolling in high school or university in their home countries in fall 2026, following completion of the program
  • demonstrate strong leadership potential and interest in transatlantic relations and diplomacy
  • indicate a serious interest in learning about the United States
  • demonstrate a high level of academic achievement, as indicated by academic grades, awards, and teacher recommendations
  • demonstrate a commitment to community and extracurricular activities
  • have had little or no prior U.S. study or travel

Participants are expected to fully participate in the academic program and follow-on activities in their home countries.