Ert þú framtíðar Fulbright-styrkþegi?
Við höfum aðstoðað hátt í 1000 Íslendinga að ná markmiðum sínum og öðlast nýja færni og þekkingu. Styrkþegar okkar skapa tengsl til framtíðar á milli Íslands og Bandaríkjanna, styrkja vináttubönd landanna og efla samskiptin á öllum sviðum þjóðlífsins.
Styrkþegar okkar koma aftur heim reynslunni ríkari og nýta þekkingu sína og færni til góðs. Þeir verða hluti af öflugu samfélagi Fulbright-styrkþega um allan heim, eru þakklátir fyrir þau tækifæri sem Fulbright á Íslandi hefur veitt þeim og hjálpa öðrum, með einum eða öðrum hætti, að ná sínum markmiðum. Ef þú hefur metnað til að bætast í hóp styrkþega Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi hvetjum við þig til að sækja um.