News

Fulbright-stofnunin kallar eftir umsóknum fræðimanna

Fulbright Arctic Initiative III

Markmið áætlunarinnar er að styrkja alþjóðlegt vísindasamstarf á sviði Norðurskautsmála og að auka gagnkvæman skilning á milli þjóða. Fulbright Arctic Initiative (FAI) býður upp á þverfaglegt samstarf þar sem mál er skoðuð með heildstæðum hætti og stuðlað er að hagnýtum rannsóknum sem nýtast við að leysa sameiginlegar áskoranir.

FAI hefur mikilvægu hlutverki að gegna í fræðasamfélaginu í þessum málaflokki og er kjörinn vettvangur til að auka fræðasamstarf Íslands og Bandaríkjanna á Norðurslóðum. Þriðja verkefnalota FAI hefst haustið 2020 og mun standa yfir í 18 mánuði eða til vors 2022. U.þ.b. 16 fræðimenn frá öllum ríkjunum átta sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu verði valdir til þátttöku í verkefnalotunni.

Umsóknarfrestur fyrir íslenska fræðimenn er til og með 26. apríl 2020.

 

FAI

Nánari upplýsingar má finna hér.

Fulbright Arctic Initiative III