News

Fulbright Commission Iceland Health Exchange

Fulbright Iceland

Fulbright Iceland

Fulbright stofnunin á Íslandi auglýsir tvo styrki til styttri sérfræðingsskipta um verkefni sem snúa sérstaklega að baráttunni við COVID-19 og annarra slíkra faraldra í framtíðinni. 

Markmið styrkjanna er að efla vísindasamstarf og miðlun þekkingar á sviði baráttunnar við COVID-19 á milli íslenskra og bandarískra vísindamanna og stofnanna.

Veittur er einn styrkur til íslensks fræðimanns/sérfræðings til tveggja vikna dvalar í Bandaríkjunum og einn styrkur til að taka á móti bandarískum fræðimanni/sérfræðingi í 2-3 vikur.

Styrkirnir eru ekki bundnir ákveðnum fræðasviðum en verkefnin eiga að snúa sérstaklega að baráttunni við COVID-19, áhrif faraldsins á samfélagið og hvað læra megi af reynslu undanfarinna ára til að takast á við slíka faraldra í framtíðinni.

Nánari upplýsingar um styrkina og hvernig sækja skal um má finna hér.

Umsóknarfrestur er 6. janúar 2022.