Fulbright Commission Iceland Health Exchange
Fulbright stofnunin á Íslandi auglýsir tvo styrki til styttri sérfræðingsskipta, en verkefnin eiga að snúa sérstaklega að baráttunni við COVID-19 og annarra slíkra faraldra í framtíðinni. Miðað er við að ferðir fræðimannanna eigi sér stað fyrir lok árs 2022.
Markmið styrkjanna er að efla vísindasamstarf og miðlun þekkingar á sviði baráttunnar við COVID-19 á milli íslenskra og bandarískra vísindamanna og stofnanna.
Umsóknarfrestur fyrir báða styrki er til fimmtudagsins 6. janúar 2022.
Nánari upplýsingar um umsóknir er að finna neðar á síðunni.