Ráðgjafarmiðstöð EducationUSA á Íslandi

EducationUSA er samstarfsnet meira en 400 ráðgjafarmiðstöðva um allan heim sem reknar eru í samráði við bandaríska utanríkisráðuneytið. EducationUSA kynnir háskólamenntun í Bandaríkjunum og veitir ráðgjöf til námsmanna sem íhuga nám í Bandaríkjunum. Ráðgjöf er veitt samkvæmt ströngum reglum, þar sem lögð er áhersla á alhliða og hlutlausar upplýsingar um námsmöguleika í Bandaríkjunum. Ráðgjafarmiðstöð EducationUSA á Íslandi heyrir undir Fulbright-stofnunina. Hún er til húsa að Laugavegi 13 í Reykjavík.

Opnunartímar

  • þriðjudaga 10-12 og 13-15:30

Á öðrum tímum er hægt að senda ráðgjafa fyrirspurnir í tölvupósti á ensku á [email protected].

 

Upplýsingar fyrir námsmenn

Við bjóðum upp á ráðgjöf um umsóknarferlið, val á skólum, fjármögnun náms, umsókn um dvalarleyfi, undirbúning fyrir brottför og fleira. Komdu endilega við á opnunartíma ráðgjafarmiðstöðvarinnar eða sendu okkur tölvupóst.

Við hvetjum námsmenn til að fylgjast með okkur á Facebook og Instagram þar sem færslur eru settar inn reglulega á vegum EducationUSA með margvíslegum áhugaverðum upplýsingum um nám í Bandaríkjunum.

Komdu í óháða ráðgjöf þér að kostnaðarlausu!

Upplýsingar fyrir kennara og námsráðgjafa

Hægt er að panta kynningu á námi í Bandaríkjunum frá ráðgjafa EducationUSA . Ráðgjafi getur komið í heimsókn í skóla, en jafnframt er hægt að taka á móti litlum hópum (undir 20 manns) á skrifstofu Fulbright. Við sníðum kynninguna að þörfum einstakra hópa. Hafið samband við [email protected] eða hringið í síma 551-0860.

Þá auglýsir EducationUSA háskólakynningar á netinu (virtual college fairs) og aðrar bandarískar háskólakynningar sem haldnar eru á Íslandi. Gott er að fylgjast með á Facebook, en jafnframt má hafa samband við ráðgjafa til að fá frekari upplýsingar.

Bókasafn og útlán

Mikið af efni má nú finna á netinu, en þó er á bókasafni stofnunarinnar að finna uppflettirit um námsframboð í Bandaríkjunum, bæklinga frá nokkrum háskólum og annað efni er tengist háskólanámi í Bandaríkjunum. Jafnframt má á bókasafninu nálgast undirbúningsbækur fyrir inntökupróf (TOEFL, SAT, ACT, GRE og GMAT).

Undirbúningsbækur fyrir próf eru lánaðar gegn 5000 kr. greiðslu sem fæst endurgreidd þegar bók er skilað. ATH! Eingöngu er tekið við reiðufé.

FULBRIGHT COMMISSION ICELAND
Opening hours:
  • Mon-Fri: 10-16
  • EducationUSA Advising Center hours:
  • Tue 10:00–12 and 13–15:30
  • Email EducationUSA adviser: [email protected]
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.