Ráðgjafarmiðstöð EducationUSA á Íslandi
EducationUSA er samstarfsnet meira en 400 ráðgjafarmiðstöðva um allan heim sem reknar eru í samráði við bandaríska utanríkisráðuneytið. EducationUSA kynnir háskólamenntun í Bandaríkjunum og veitir ráðgjöf til námsmanna sem íhuga nám í Bandaríkjunum. Ráðgjöf er veitt samkvæmt ströngum reglum, þar sem lögð er áhersla á alhliða og hlutlausar upplýsingar um námsmöguleika í Bandaríkjunum. Ráðgjafarmiðstöð EducationUSA á Íslandi heyrir undir Fulbright-stofnunina. Hún er til húsa að Laugavegi 13 í Reykjavík.