News

Átján Íslendingar hljóta styrk til Bandaríkjanna 2024-2025

Fulbright Iceland

Fulbright Iceland

Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna veitir á hverju ári fjölda styrkja til íslenskra og bandarískra náms- og fræðimanna og í ár hljóta átján Íslendingar styrk frá stofnuninni. Sjö námsmenn hljóta Fulbright-styrk til framhaldsnáms og doktorsrannsókna við bandaríska háskóla næsta vetur. Sjö fræðimenn hljóta Fulbright-rannsóknarstyrk til Bandaríkjanna og þar af eru þrír sem taka munu þátt í 18-mánaða alþjóðegu verkefni um Norðurskautsmál. Auk þess hljóta fjórir námsmenn styrk til að sækja sumarnámsskeið við bandaríska háskóla nú í sumar.

Móttaka íslenskum styrkþegum til heiðurs var haldin þann 17. maí í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Meðal gesta voru heiðursformenn stofnunarinnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna. 

Íslendingar sem hljóta styrk frá Menntastofnunun Íslands og Bandaríkjanna í ár:

Fulbright-námsmannastyrkir

 • Berglind Bjarnadóttir, til doktorsnáms í líffræði við Dartmouth-háskóla
 • Guðrún Gígja Sigurðardóttir, til mastersnáms í viðskiptalögfræði við Columbia-háskóla
 • Hildur Hjörvar, til mastersnáms í mannréttindalögfræði við Harvard-háskóla
 • Hrefna Svavarsdóttir, til doktorsnáms í málfræði við Harvard-háskóla

Fulbright-rannsóknarstyrkir til doktorsnema

 • Aðalsteinn Leifsson, doktorsnemi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, til doktorsrannsókna við Massachusetts Institute of Technology
 • Ágústa Jónsdóttir, doktorsnemi í umhverfisfræðum við Háskóla Íslands, til doktorsrannsókna við Massachusetts Institute of Technology
 • Erna María Jónsdóttir, doktorsnemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands, til doktorsrannsókna við Georgíuháskóla

Fulbright-fræðimannastyrkir

 • Dr. Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor í menntavísindum við Háskóla Íslands, til rannsókna við Columbia-háskóla
 • Dr. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor í íslenskum fræðum við Árnastofnun, til rannsókna við Kaliforníuháskóla í Berkeley
 • Dr. Iris Nowenstein, nýdoktor í málvísindum við Háskóla Íslands, til rannsókna við Pennsylvaníuháskóla
 • Dr. Jóhanna Jakobsdóttir, lektor í líftölfræði við Háskóla Íslands til rannsókna við Stanford-háskóla

Fulbright Arctic Initiative IV – vísindasamstarf um Norðurskautsmál

 • Dr. Anna Karlsdóttir, lektor í mannvistarlandfræði við Háskóla Íslands, til rannsókna við Alaskaháskóla í Anchorage
 • Dr. Rachael Lorna Johnstone, prófessor í lögfræði við Háskólann á Akureyri, til rannsókna við Wilson Center í Washington, D.C.
 • Dr. Sigrún Sigurðardóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, til rannsókna við Alaskaháskóla í Anchorage

Sumarnámskeið í Bandaríkjunum

 • Axel Bjarkar Sigurjónsson, til þátttöku í sumarnámsstefnu á sviði umhverfismála við Shippensburg-háskóla
 • Eron Thor Jónsson, til þátttöku á EducationUSA Academy sumarnámskeiði við Boston-háskóla
 • Heiðrún Vala Hilmarsdóttir, til þátttöku á Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship sumarnámskeiði við Purdue-háskóla
 • Vaka Sif Tjörvadóttir, til þátttöku á EducationUSA Academy sumarnámskeiði við Embry-Riddle-háskóla

Nánari upplýsingar um styrkþega stofnunarinnar 2024-2025 má finna á styrkþegasíðu Fulbright.

Á meðfylgjandi mynd eru styrkþegar ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Belindu Theriault, framkvæmdastjóra Menntastofnunar Íslands og Bandaríkjanna, og Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, formanni stjórnar.