News

Vilt þú efla samstarf Íslands og Bandaríkjanna í menntamálum?

Fulbright Iceland Valsson

Fulbright Iceland Valsson

Umsóknarfrestur 18. júlí n.k.

Fulbright stofnunin leitar að háskólamenntuðum einstaklingi í fjölbreytt starf sem felst m.a. í stjórnsýslu og samskiptum tengdum Fulbright styrkjum, almennum skrifstofustörfum, upplýsingagjöf og kynningarstarfi, og skipulagningu viðburða.

Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi með góða skipulagshæfileika. Góð þekking á Bandaríkjunum og bandarísku menntakerfi er æskileg. Starfið krefst góðrar íslensku- og enskukunnáttu, ritfærni, þekkingar á helstu tölvuforritum og getu til að tileinka sér nýja tækni. Aðrar hæfniskröfur: sveigjanleiki, þjónustulund og samskiptahæfni.

Við bjóðum áhugavert starf í alþjóðlegu umhverfi. Verkefni eru fjölbreytt og árstíðabundin – mæta þarf glaður hverri áskorun. Upplýsingar um Fulbright stofnunina má finna á www.fulbright.is.

Til að sækja um starfið skal senda umsóknarbréf og ferilskrá á netfangið [email protected] merkt „starfsumsókn 2024“. Umsóknarbréf skal vera á ensku, en ferilskrá á íslensku. Vinsamlegast tilgreinið tvo meðmælendur.

Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí n.k.