Hafðu samband

Nafn
Netfang
Skilaboð
 

Fulbright stofnunin á Íslandi hefur verið starfrækt síðan 1957 samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og Bandaríkjanna. Markmið hennar er að stuðla að samstarfi ríkjanna á sviði mennta, vísinda og lista.

Stofnunin rekur styrkjaáætlun og EducationUSA ráðgjafamiðstöð. Áhugasamir um nám eða fræðistörf í USA eru hvattir til að hafa samband: .(JavaScript must be enabled to view this email address)

Námsmenn til Bandaríkjanna

Upplýsingar um nám, skólaleitarvélar, íþróttastyrki, námsráðgjöf ofl.
// Sjá meira
 

Fræðimenn til Íslands

Upplýsingar um tækifæri til að fá bandaríska fræðimenn til Íslands.
// Sjá meira
 

Fræðimenn til Bandaríkjanna

Upplýsingar um fræðimannastyrki til rannsókna í Bandaríkjunum.
// Sjá meira
 

To Iceland

Information for US students and scholars.
// Read more about Fulbright in Iceland
 

Fréttir

Sterk tengsl Íslands og Bandaríkjanna í menntamálum

Samstarf Íslands og Bandaríkjanna í mennta- og vísindamálum stendur á sterkum grunni og er ein af grunnstoðum tvíhliðasamstarfs ríkjanna. Íslendingar hafa lengi haft áhuga á námi í Bandaríkjunum, en á síðustu árum hefur áhugi Bandaríkjamanna á námi á Íslandi tekið heldur betur við sér og er það mjög ánægjuleg þróun. Þau tengsl sem hafa skapast í gegnum menntasamstarf ríkjanna á síðustu áratugum eru ómetanleg. Sköpuð eru varanleg vináttutengsl á milli einstaklinga og stofnana sem leiða til margvíslegs samstarfs síðar meir, ekki síst á sviði rannsókna, vísinda og kennslu. Árlega gefur International Institute of Education (IIE) út “Open Doors” skýrslu sem gefur gott yfirlit yfir þróun í námsmannaskiptum Bandaríkjanna og annarra landa. Finna má nýjustu upplýsingar um Ísland á http://www.fulbright.is , en samkvæmt henni fækkar íslenskum námsmönnum lítillega frá 2018 til 2019 og eru þeir nú 407. En þegar horft er á síðustu 5 ár hefur fjöldi íslenskra námsmanna í Bandaríkjunum aukist örlítið (voru t.d. 396 árið 2015).
// Lesa meira

Samstarfsaðilar