Bakhjarlar geta gert ráðstafanir til að gefa stofnuninni erfðagjöf. Slíkar gjafir geta verið óbundnar og fara þá í almenna styrki eða bundnar ákveðnum verkefnum, t.d. má tiltaka að fé skuli renna eingöngu til námsmanna og eins má hafa það bundið ákveðnum fræðasviðum. Jafnframt má óska eftir því að styrkir séu nefndir eftir gefanda. Stofna má sjóð um stærri gjafir.
Vilji einstaklingur ræða um erfðagjöf má hafa samband við stofnunina og bóka fund með framkvæmdastjóra. Sími: 551 0860 Netfang: [email protected]