Hvernig getur þín stofnun fengið fræðimann?
Íslenskar stofnanir geta sótt um að fá til sín fræðimann í eina önn í gegnum svonefnda Request for Scholar-umsókn til Fulbright stofnunarinnar. Jafnframt er hægt að fá fræðimenn og sérfræðinga til styttri dvalar, 2-6 vikur, í gegnum Fulbright Specialist Program. Þá er hægt að sækja um Inter-Country Travel styrk til fá bandarískan Fulbright-fræðimann í öðru Evrópulandi til Íslands í nokkurra daga heimsókn.
Kynntu þér frekari upplýsingar um þessar áætlanir, en um þær gilda mismunandi reglur og umsóknarferli.