Kynning á Fulbright styrkjum fyrir doktorsnema
Fulbright stofnunin á Íslandi býður styrki til rannsóknardvalar doktorsnema í Bandaríkjunum.
Miðvikudaginn 8. mars frá 12:00-12:45 verður kynning á þessum styrkjum á Zoom. Kynningin er skipulögð í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms við Háskóla Íslands, en er opinn doktorsnemum við alla íslenska háskóla. Nánar má lesa um styrkina hér.
Um kynninguna sér Pétur Valsson, sérfræðingur hjá Fulbright. Einnig mun Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi við Háskólann Íslands, segja frá reynslu sinni en hún var við rannsóknardvöl í Bandaríkjunum vorið 2021.
Umsækjendur þurfa að vera íslenskir ríkisborgarar og kynningin fer fram á Íslensku.