News

Fulbright sérfræðingastyrkir – opið fyrir umsóknir

Fulbright Iceland

Fulbright Iceland

Tækifæri til að fá bandaríska sérfræðinga til Íslands

Á hverju ári fær fjöldi íslenskra háskóla og stofnanna bandaríska sérfræðinga til 2-6 vikna dvalar í gegnum Fulbright Specialist Program til að sinna, t.d. námskeiða- eða fyrirlestrahaldi, þróunarvinnu o.fl. Þær stofnanir og háskóladeildir sem óska eftir bandarískum sérfræðingi sækja um til Fulbright, sem greiðir launastyrk og ferðakostnað frá Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að móttökustofnunin greiði húsnæði, uppihald og ferðir innanlands.

Vakin er athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Specialist styrki sem eiga að hefjast eftir 1. janúar 2023.

Að jafnaði eru veittir fimm sérfræðingastyrkir á hverju starfsári og styrkumsóknir eru afgreiddar þegar þær berast.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar má um styrkina og umsóknarferlið.