News

Fulbright og utanríkisráðuneytið endurnýjuðu samstarfssamning um fræðastyrki er tengjast norðurslóðum

Fulbright Iceland

Fulbright Iceland

Belinda Theriault, framkvæmdarstjóri Fulbright stofnunarinnar og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra við undirritun samningsins 22.desember 2022 / Belinda Theriault, Executive Director of the Fulbright Commission Iceland and Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Minister for Foreign Affairs of Iceland at the signing of the agreement on 22 December 2022

Samstarfssamningur utanríkisráðuneytisins og Fulbright stofnunarinnar um fræðastyrki í norðurslóðafræðum var endurnýjaður í utanríkisráðuneytinu í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Belinda Theriault, framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar, undirrituðu samninginn sem er til þriggja ára. Samkvæmt samningnum fjármagnar ráðuneytið komu fræðimanna á sviði norðurslóðarannsókna og nemur styrktarupphæðin 25 þúsund bandaríkjadölum árlega. Samningurinn er gerður með hliðsjón af stefnu Íslands í málefnum norðurslóða og áherslum íslenskra stjórnvalda á að efla samstarf við önnur ríki um þau málefni. Honum er ætlað að styrkja samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði mennta og vísinda í málefnum norðurslóða. Síðastliðin átta ár hafa átta bandarískir fræðimenn komið og sinnt kennslu og rannsóknum á sviði norðurslóða við íslenska háskóla.

The Fulbright Commission and the Ministry for Foreign Affairs renewed their cooperation agreement on Arctic scholarship

Today, the Fulbright Commission and the Ministry for Foreign Affairs renewed their cooperation agreement on Arctic scholarship. The Minister for Foreign Affairs, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, and the Fulbright Commission Executive Director, Belinda Theriault, signed a renewed cooperation agreement to extend the Fulbright Iceland-Ministry for Foreign Affairs Arctic scholar grant program for another three years. According to the agreement the Ministry funds U.S. academics in the field of Arctic research to teach and research in Iceland. The annual contribution of the Ministry is 25 thousand U.S. dollars. The agreement was made in line with Iceland’s policy on Arctic issues and the focus of the Icelandic government on strengthening cooperation with other countries on these issues.  For the past eight years the program has brought eight U.S. scholars to Iceland to teach and conduct research in areas related to the Arctic.