News

Fulbright Arctic Initiative IV – Opnað fyrir umsóknir

Fulbright Iceland

Fulbright Iceland

Umsóknarfrestur 1. mars 2024

Fjórða verkefnalota Fulbright Arctic Initiative (FAI) mun hefjast haustið 2024 og hefur verið opnað fyrir umsóknir um þátttöku. Markmið áætlunarinnar er að styrkja alþjóðlegt vísindasamstarf á sviði Norðurskautsmála. Fulbright Arctic Initiative býður upp á þverfaglegt samstarf þar sem mál er skoðuð með heildstæðum hætti og stuðlað er að hagnýtum rannsóknum sem nýtast við að leysa sameiginlegar áskoranir. Um er að ræða 18 mánaða verkefni sem hefst haustið 2024 og lýkur vorið 2026. Fræðimenn frá öllum ríkjunum sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu eru hvattir til að sækja um. Að minnsta kosti einn Íslendingur verður valinn til þátttöku, en ekki er ólíklegt að þeir verði tveir.

Fræðimenn, þeir sem stunda rannsóknir og fagfólk með sérfræðiþekkingu á einhverju megin sviði verkefnisins eru hvattir til að kynna sér þetta einstaka tækifæri á vegum Fulbright til alþjóðlegs samstarfs á sviði Norðurskautsmála. Umsóknarfrestur er 1. mars 2024.

Frekari upplýsingar um verkefnið, þemu FAI IV og umsóknarferlið, sem og skilyrði sem umsækjendur verða að uppfylla, má finna hér.

Kynning um verkefnið fyrir íslenska umsækjendur verður 9. janúar kl. 15. Skráning á kynningarfundinn er hér. Áhugasamir umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verkefnið og umsóknarferlið á heimasíðunni fyrir fundinn. Tveir kynningarfundir á ensku, sérstaklega sniðnar að bandarískum umsækjendum en opnir öllum, verða 6. desember og 31. janúar og má finna nánari upplýsingar um þá á heimasíðu Fulbright.

Fulbright stofnunin á Íslandi veitir jafnframt frekari upplýsingar ([email protected]).