News

EducationUSA Academy 2023

Fulbright Iceland Valsson

Fulbright Iceland Valsson

Opið fyrir umsóknir

EducationUSA Academy gefur námsmönnum á aldrinum 16-17 ára tækifæri til að bæta enskukunnáttu sína, kynnast bandarískri menningu og háskólaumhverfi, og veitir góðan undirbúning fyrir þá sem hyggja á háskólanám í Bandaríkjunum síðar meir. Sumarið 2023 bjóða 5 bandarískir háskólar upp á staðnámskeið, þar á meðal skólar á borð við Boston University og University of Wisconsin-Madison. Um er að ræða sumarnámskeið sem stendur yfir í 2-4 vikur á tímabilinu júní til ágúst en lengd og tímasetning er mismunandi eftir því við hvaða skóla þátttakendur dvelja.

Fulbright stofnunin/EducationUSA ráðgjafarmiðstöðin með fjárveitingu frá Sendiráði Bandaríkjanna veitir tveimur íslenskum námsmönnum fullan styrk til þátttöku í EducationUSA Academy sumarið 2023. Ferðir og þátttökugjald verður greitt fyrir valda þátttakendur, og eru uppihald og tryggingar inni í því.

Sótt er um styrkinn hjá Fulbright stofnuninni og nálgast má nánari upplýsingar, gögn og umsóknareyðublöð hér.

Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2023.