News

Aðalfundur FSSÍ 2024 – Dagskrá

Fulbright Iceland

Fulbright Iceland

Fimmtudaginn 29. febrúar kl. 17:00.

Aðalfundur Félags Fulbright styrkþega á Íslandi (FFSÍ) verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar 2024 kl. 17:00.

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Fulbright stofnunarinnar að Laugavegi 13, 101 Reykjavík – 2 hæð (gengið inn frá Smiðjustíg).

Einnig verður hægt að taka þátt í fundinum rafrænt á Zoom: https://us02web.zoom.us/j/89062574082

Fundurinn hefst tímanlega kl 17:00.

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

  1. Setning fundar, kosning fundarstjóra og ritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Skýrsla gjaldkera, afgreiðsla ársreikninga
  4. Lagabreytingar: Breytingatillögur á 1. og 2. grein laga FFSÍ verða lagðar fram (sjá fyrir neðan dagskrá)
  5. Kosning formanns
  6. Kosning annarra stjórnarmanna
  7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  8. Önnur mál

Eftirfarandi tillögur að breytingum á lögum FFSÍ verða lagðar fyrir fundinn:

1. grein er svohljóðandi:

1. gr. Heiti félagsins og varnarþing.
Félagið heitir Félag Fulbright styrkþega á Íslandi. Gagnvart erlendum samstarfsaðilum heitir félagið The Fulbright Alumni Association in Iceland.
Heimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík. Félagið hefur aðsetur og starfsaðstöðu á skrifstofu Fulbright stofnunarinnar.

Lagt er til að 1. grein verði:

1. gr. Heiti félagsins og varnarþing.
Félagið heitir Félag Fulbright-styrkþega á Íslandi. Gagnvart erlendum samstarfsaðilum heitir félagið The Fulbright Alumni Association in Iceland.
Heimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík. Félagið hefur aðsetur og starfsaðstöðu á skrifstofu Fulbright stofnunarinnar.

2. grein er svohljóðandi:

2. gr. Tilgangur félagsins.

Tilgangur félagsins endurspeglar tilgang Fulbright verkefnisins. Í því felst meðal annars að:

að leiða saman núverandi og fyrrverandi Fulbright styrkþega með hugmyndafræði J. William Fulbright, stofnanda samtakanna, að leiðarljósi, þ.e. að stuðla að betra mannlífi og friði með menntun, aukinni þekkingu og samfélagsvitund;

að efla starfsemi Fulbright stofnunarinnar;

að styrkja og efla samskipti bandarískra og íslenskra Fulbright styrkþega;

að efla menningar- og vináttutengsl Íslands og Bandaríkjanna.

Lagt er til að 2. grein verði:

2. gr. Tilgangur félagsins.

Tilgangur félagsins endurspeglar tilgang Fulbright-verkefnisins. Í því felst meðal annars:

að leiða saman núverandi og fyrrverandi Fulbright-styrkþega með þá hugmyndafræði að leiðarljósi, þ.e. að stuðla að betra mannlífi og friði með menntun, aukinni þekkingu og samfélagsvitund;

að efla starfsemi Fulbright stofnunarinnar;

að styrkja og efla samskipti bandarískra og íslenskra Fulbright-styrkþega;

að efla menningar- og vináttutengsl Íslands og Bandaríkjanna.

Athugið að breytingartillögur þurfa að 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi til að verða að lögum.

Stjórn FFSÍ hvetur alla félagsmenn til að mæta á fundinn. Við hvetjum öll áhugasöm til að bjóða sig fram til stjórnarsetu.

The Fulbright Alumni Association in Iceland (FFSÍ) annual meeting will be held on Thursday 29. February 2024 at 5pm at Laugavegur 13, 101 Reykjavík – 2nd floor (entrance from Smiðjustígur).

To join on Zoom: https://us02web.zoom.us/j/89062574082

The FFSÍ board encourages all members to participate.  All interested are encouraged to run for the board.