News

Aðalfundur Félags Fulbright styrkþega 2024

Fulbright Iceland

Fulbright Iceland

Aðalfundur FFSÍ - 29. febrúar kl. 17

Aðalfundur Félags Fulbright styrkþega á Íslandi (FFSÍ) verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar 2024 kl. 17:00 á skrifstofu Fulbright stofnunarinnar að Laugavegi 13, 2 hæð (gengið inn frá Smiðjustíg). Einnig verður hægt að taka þátt í fundinum rafrænt á Zoom.

Gert er ráð fyrir venjulegum aðalfundarstörfum. Frekari upplýsingar og dagskrá verða birt síðar.

Lagabreytingartillögur þurfa að hafa borist fyrir fimmtudaginn 15. febrúar 2024 á netfangið: [email protected] 

Lög FFSÍ

Stjórn FFSÍ hvetur alla félagsmenn til að mæta á fundinn. Áhugasamir eru hvattir til að bjóða sig fram til stjórnarsetu.