News

Opið fyrir umsóknir: Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship 2025

Fulbright Iceland Valsson

Fulbright Iceland Valsson

Umsóknarfrestur 19. febrúar 2025

Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship er styrkur fyrir 16-18 ára námsmenn til að taka þátt í fjögurra vikna sumarskóla við Purdue University í West Lafayette, Indiana, 24. júní – 22 júlí 2025. Helstu viðfangsefni sumarháskólans eru æskulýðsstarf, lýðræði, samfélagsleg þróun hagsæld og er sumaskólanum ætlað að efla leiðtogahæfni meðal þátttakenda. Styrkurinn greiðir fyrir námsgjöld, ferðir og uppihald.

Sótt er um styrkinn hjá Fulbright stofnuninni á Íslandi og nálgast má nánari upplýsingar, gögn og umsóknareyðublöð hér.

Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar 2025.

Almenn skilyrði sem íslenskir umsækjendur þurfa að uppfylla:

  • vera á aldrinum 16-18 ára þegar námskeiðið fer fram
  • vera góður námsmaður og félagslega virkur
  • hafa lokið enskunámi í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og ef við á, stundað enskunám á framhaldsskólastigi
  • hafa íslenskan ríkisborgararétt
  • umsækjendur mega ekki hafa bandarískt ríkisfang eða vera búsettir í Bandaríkjunum
  • vera þroskaðir og ábyrgir einstaklingar sem skuldbinda sig til virkrar þátttöku í námskeiðinu

Ath. að umsækjendur sem aldrei hafa komið til Bandaríkjanna njóta forgangs. Styrkurinn er tilkynntur með fyrirvara um fjármögnun.

Senda skal útfyllta umsókn og námsferilsyfirlit til Fulbright stofnunarinnar á [email protected] eigi síðar en 19. febrúar 2025. Jafnframt skal umsækjandi tryggja að meðmælandi skili umsögn beint til Fulbright stofnunarinnar eigi síðar en 19. febrúar. Athugið að meðmæli verða að koma beint frá meðmælanda til Fulbright. Ekki er tekið við meðmælum sem koma í gegnum umsækjanda.