News

Fulbright Health Exchange

Fulbright Iceland

Fulbright Iceland

Fræðimannastyrkur sem tengist COVID-19 - Framlengdur umsóknarfrestur

Fulbright stofnunin á Íslandi auglýsir styrk til styttri sérfræðingsskipta, en verkefnið á að snúa sérstaklega að baráttunni við COVID-19 og annarra slíkra faraldra í framtíðinni. Miðað er við að ferðir fræðimannanna eigi sér stað fyrir lok árs 2023.

 

Um er að ræða styrk fyrir íslenskan fræðimann til að heimsækja Bandaríkin í tvær vikur. Jafnframt er veittur styrkur til að fá Bandarískan fræðimann til Íslands í 2-3 vikur. Markmið styrksins er að efla vísindasamstarf og miðlun þekkingar á sviði baráttunnar við COVID-19 á milli íslenskra og bandarískra vísindamanna og stofnanna.

Styrkurinn er ekki bundinn ákveðnu fræðasviði en verkefnið á að snúa sérstaklega að baráttunni við COVID-19, áhrif faraldsins á samfélagið og hvað læra megi af reynslu undanfarinna ára til að takast á við slíka faraldra í framtíðinni.

Umsóknarfrestur hefur verið framlegndur til 20. nóvember 2022.

Sjá nánari upplýsingar á https://fulbright.is/fulbright-health-exchange/