UPPLIFÐU NORÐURSLÓÐIR Í ALASKA!
Taktu þátt í samtali um málefni og framtíð norðursins.
Hefur þú brennandi áhuga á sjálfbærni, menningu og alþjóðlegu samstarfi? Fulbright stofnunin á Íslandi, í samstarfi við Fulbright í Danmörku, býður íslenskum ungmennum tækifæri til þess að sækja Arctic Encounter ráðstefnuna í Alaska dagana 2.-4. apríl 2025 (ferðadagar 31. mars og 5. apríl).
Arctic Encounter er stærsta árlega ráðststefnan um málefni Norðurslóða í Norður-Ameríku og er m.a. sótt af fjölda stjórnmálafólks, leiðtoga frumbyggja Norðurslóða, fjölbreyttra hagsmunaaðila og sérfræðinga á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til hljóta ógleymanlega reynslu með því að eiga samtöl við leiðandi sérfræðinga á ýmsum sviðum, tengjast öðrum með sömu hugsjónir og kynnast lausnum fyrir sjálfbæra framtíð á Norðurslóðum.
Tólf norrænir námsmenn hljóta styrk upp á $3,500 hver til þátttöku í ráðstefnuninni, þar af tveir Íslendingar. Styrkurinn verður nýttur til að greiða gistingu og ráðstefnugjald fyrir valda þátttakendur, sem fá síðan restina til að greiða annan kostnað við þátttöku, svo sem flugferðir, máltíðir o.fl. Um fasta styrkupphæð er að ræða.
Þátttakendur fá tækifæri til að:
- taka þátt í vinnustofum og umræðum undir leiðsögn þekktra fyrirlesara
- hitta og mynda tengsl við leiðtoga, vísindamenn og ungt fólk með áhuga á Norðurslóðasamstarfi
- kynnast einstakri Norðurslóðamenningu og umhverfi Alaska-fylkis
Umsækjendur skulu vera:
- námsmenn á aldrinum 18-26 ára í námi á háskólastigi (nemendur í grunnnámi ganga fyrir en aðrir eru velkomnir að sækja um)
- íslenskir ríkisborgarar
- áhugsamir um málefni Norðurslóða
Allir sem eru áhugasamir um að læra um og taka þátt í umræðum um málefni Norðurslóða eru hvattir til að sækja um.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má finna hér. Útfyllt umsókn, ásamt fylgigögnum, skal sendast í tölvupósti á [email protected]. Umsóknarfrestur er sunnudagur 15. desember 2024 á miðnætti.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri!
Sæktu um núna og vertu hluti af samtalinu sem mun móta framtíð Norðurslóða!