Tólf Íslendingar hljóta styrk til Bandaríkjanna 2025-2026

Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna veitir á hverju ári fjölda styrkja til íslenskra og bandarískra náms- og fræðimanna og í ár hljóta tólf Íslendingar styrk frá stofnuninni. Fjórir námsmenn hljóta Fulbright-styrk til framhaldsnáms við bandaríska háskóla næsta vetur. Tveir doktorsnemar við íslenska háskóla og einn fræðimaður hljóta rannsóknarstyrki til Bandaríkjanna. Auk þess hljóta fimm námsmenn styrk til að sækja ráðstefnur eða sumarnámsskeið í Bandaríkjunum í sumar.
Móttaka íslenskum styrkþegum til heiðurs var haldin þann 12. júní á Hótel Borg. Meðal gesta var annar heiðursformanna stjórnar Fulbright stofnunarinnar, Erin Sawyer, starfandi sendiherra Bandaríkjanna.
Íslendingar sem hljóta styrk frá Menntastofnunun Íslands og Bandaríkjanna í ár:
Fulbright-námsmannastyrkir:
- Guðrún Sólveig Sigríðardóttir, mastersnáms í lögfræði við Harvard-háskóla
- Kristrún Ragnarsdóttir, til mastersnáms í lögfræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley
- Peter Dalmay, til mastersnáms í lögfræði við Kaliforníuháskóla í Berkeley
- Sturlaugur Sigurðsson, til mastersnáms í megindlegum rannsóknaraðferðum í félagsvísindum við Columbia-háskóla
Rannsóknarstyrkir til doktorsnema:
- Guðmundur Steingrímsson, doktorsnemi í umhverfisfræðum við Háskóla Íslands, til doktorsrannsókna við Yale-háskóla
- Tjörvi Schiöth, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, til doktorsrannsókna við Ameríku-háskóla
Fræðimannastyrkur:
- Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, til rannsókna við Kaliforníuháskóla í Berkeley
Norðurskautsstyrkur til háskólanema:
- Jósteinn Kristjánsson, til þátttöku á norðurskautsráðstefnunni Arctic Encounter í Alaska
- Sturla E. Jónsson, til þátttöku á norðurskautsráðstefnunni Arctic Encounter í Alaska
Sumarnámskeið í Bandaríkjunum:
- Elísa Rún Róbertsdóttir, til þátttöku á Summer College Academy sumarnámskeiði við Johns Hopkins -háskóla
- Þórunn Guðmundsdóttir, til þátttöku á Summer College Academy sumarnámskeiði við Boston-háskóla
- Sonja Bríet Steingrímsdóttir, til þátttöku á Benjamin Franklin Transatlantic Fellowship sumarnámskeiði við Purdue-háskóla