Stuðningur við Fulbright er fjárfesting í framtíðinni – Vertu bakhjarl!
Mikilvægt er að hlúa að grasrótarsamstarfi á milli Íslands og Bandaríkjanna á sviði mennta, vísinda og nýsköpunar. Fulbright hefur síðan 1957 hjálpað Íslendingum að láta drauminn um nám eða rannsóknarvinnu í Bandaríkjunum rætast, en yfir 1600 styrkir hafa verið veittir frá upphafi til bæði Íslendinga og Bandaríkjamanna.
Til þess að hægt sé að halda áfram úti öflugu Fulbright fræðasamstarfi býður Fulbright stofnunin á Íslandi einstaklingum og fyrirtækjum til samstarfs.
Þitt framlag tryggir að Íslendingar geti sótt bestu háskóla heims og snúið aftur með mikilvæga þekkingu og færni sem nýtist íslensku samfélagi, byggt upp tengslanet til framtíðar og aukið gagnkvæman skilning á milli þessara vinaþjóða. Með stuðningi við Fulbright styrkþega fjárfestum við í framtíðinni.