Kynning á Fulbright styrkjum 2024-2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Fulbright styrki fyrir skólaárið 2024-2025
Í september verða hádegisfundir til kynningar á Fulbright námannastyrkjum, rannsóknarstyrkjum fyrir doktorsnema og fræðimannastyrkjum. Fundirnir verða allir rafrænir á Zoom.
Þriðjudaginn 12. september kl. 12:15
– Kynning styrkjum fyrir nám á framhaldsstigi í Bandaríkjunum (meistara- og doktorsnám)
Sjá nánar um námsmannastyrki hér. Hlekkur á Zoom kynningu: https://us02web.zoom.us/j/84108942620?pwd=Z3ZpTGo4YzR3RmlIN1dLNDRXdDVFdz09
Miðvikudaginn 13. september kl. 12:15
– Kynning á rannsóknarstyrkjum (Visiting Student Researcher) fyrir doktorsnema við íslenska háskóla
Sjá nánar um rannsóknarstyrki doktorsnema hér. Skráning á Zoom kynningu: https://us02web.zoom.us/meeting/register/tZIvdeCprTgpG9J42T5t0nucadyA93DXzOUR
Fimmtudaginn 14. september kl. 12:15
– Kynning á rannsóknarstyrkjum fyrir fræðimenn til Bandaríkjanna
Sjá nánar um fræðimannastyrki hér. Hlekkur á Zoom kynningu: https://us02web.zoom.us/j/89304349756?pwd=RENSZTlrTFpXMzV1K1RGdXVNNHUyZz09
Einnig er nú tekið við umsóknum frá íslenskum háskóladeildum um að fá Fulbright-gestakennara til kennslu í eina önn (3–5 mánuði) skólaárið 2025-2026. Nánari upplýsingar um Request for Scholar hér.
Umsóknarfrestur um alla Fulbright styrki fyrir skólaárið 2024-2025 og Request for Scholar 2025-2026 er 15. október 2023.