Íslenskir Fulbright styrkþegar 2022-2023
Fulbright stofnunin á Íslandi veitir á hverju ári styrki til íslenskra og bandarískra náms- og fræðimanna. Móttaka íslenskum styrkþegum til heiðurs var haldin þann 31. maí í Safnahúsinu í samstarfi við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið.
Íslendingar sem hljóta styrk frá Fulbright í ár eru:
Dr. Hera Guðlaugsdóttir, til jarðfræðirannsókna við Kaliforníuháskóla, Irvine
Hanna Þráinsdóttir, til mastersnáms í fjölmiðla-, menningar-, og boðskiptafræði við New York háskóla
Helgi Sigtryggsson, til mastersnáms í tölvunarfræði við Carnegie Mellon háskóla
Sara Þöll Finnbogadóttir, til mastersnáms í viðhorfskönnunum og gagnavísindum við Michigan háskóla
Unnur Elfa Hallsteinsdóttir, til mastersnáms í alþjóðalögum við Kaliforníuháskóla, Los Angeles
Þórhildur Þórsdóttir, til mastersnáms í sagnfræði við Columbia háskóla
Orri Smárson, til doktorsrannsókna í sálfræði við Baylor háskóla
Sigurður Björnsson, til doktorsrannsókna í orkuhagfræði við Washington háskóla, Seattle og Kaliforníuháskóla, Berkeley
Sóllilja Bjarnadóttir, til doktorsrannsókna í félagsfræði við Harvard háskóla
Eik Arnþórsdóttir, til þátttöku í sumarnámskeiði á sviði umhverfismála við Nevada háskóla
Styrkþegar frá síðasta ári sem hljóta áfram styrk í ár eru:
Dr. Silja Bára Ómarsdóttir, til Norðurskautsrannsókna á vegum Fulbright Arctic Initiative
Dr. Sigríður Kristjánsdóttir, til Norðurskautsrannsókna á vegum Fulbright Arctic Initiative
Lilja Guðmundsdóttir, til þátttöku í framhalds sumarnámskeiði á sviði félagslegrar frumkvöðlastarfsemi við Tennessee háskóla
Á meðfylgjandi mynd eru styrkþegar ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Michelle Yerkin, staðgengli sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og fulltrúum stjórnar Fulbright stofnunarinnar á Íslandi