Fulbright stofnunin á Íslandi kallar eftir umsóknum um Fulbright Scholar in Residence (S-I-R) styrk til kennslu á sviði endurnýjanlegra orkugjafa við Harding University í Bandaríkjunum veturinn 2025-2026.

Styrkþeginn mun kenna námskeið um endurnýjanlega orku og loftlagsbreytingar við verkfræðideild Harding-háskóla í Arkansas. Námskeiðin verða miðað að nemendum í grunnámi í STEM-greinum, m.a. í ýmsum verkfræðigreinum og tölvunarfræði.

Umsóknarfrestur er 23. janúar 2025

Að auki mun styrkþeginn skipuleggja námsferð til Íslands fyrir nemendur á vorönn 2026 og taka þátt í mánaðarlegri fyrirlestrarröð við Harding Honors college þar sem tækifæri er fyrir nemendur í öllum námsgreinum að fræðast um endurnýjanlega orku.

Umsækjandi skal hafa hæfni til kennslu á háskólastigi og bæði tæknilega og akademíska þekkingu á endurnýjanlegri orku (þ.e. nýtingu jarðhita og vatnsafls). Meistaragráða er skilyrði, en æskilegt er umsækjandi hafi lokið doktorsprófi. Fræðimenn úr öllum STEM-greinum er hvattir til að sækja um, en einnig kæmu til greina umsækjendur á sviði viðskipta- og hagfræði ef þeir hafa haldbæra þekkingu á endurnýjanlegum orkugjöfum.

Harding University er lítill “liberal arts” háskóli með tæplega 5000 nemendur og er staðsettur í háskólabænum Searcy, Arkansas, sem er í um 50 mínútna aksturfjarlægð frá Little Rock, Arkansas og tæplega 2 tíma fjarlægð frá Memphis, Tennessee. í Arkansas má m.a. finna Ouachita og Ozarks fjöllin og sjö þjóðgarða, auk fjölda annarra náttúru- og útivistaperla.

Styrkurinn hentar vel fyrir fjölskyldufólk, því stöðunni fylgja ýmis fríðindi, t.d. niðurgreitt húsnæði og aukagreiðslur fyrir styrkþega með maka og/eða börn, og er háskólinn í fjölskylduvænu umhverfi.

Þetta er einstakt tækifæri fyrir fræðimenn og sérfræðinga með smá ævintýraþrá og áhuga á að deila þekkingu og reynslu Íslendinga af endurnýjanlegum orkugjöfum og kynnast um leið háskólaumhverfinu í suðurhluta Bandaríkjanna sem rómaður er fyrir gestrisni, tónlist og góðan mat.

Þegar notandi skráir sig í fyrsta sinn þarf að gefa upp netfang, sem kerfið notar til að senda nauðsynlegar upplýsingar til umsækjanda. Umsækjandi velur „Fulbright Scholar-in-Residence Program“ úr fellilista yfir styrki. Í fyrstu valmynd (SIR Preliminary Questions) er svo mikilvægt að velja „Iceland“ og „Recruited Scholar-in-Residence“ í fellilistunum.

Mikilvægt er að lesa vel leiðbeiningar um það hvernig fylla á út umsóknina og hvernig á að senda meðmælendum tengla svo þeir geti skilað meðmælum á viðeigandi hátt.

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið er 23. janúar 2025.

Hefja umsókn

Mánaðarlegur framfærslustyrkur er $3,164 (ath. að framfærslukostnaður er lágur á þessu svæði).

Mögulegt er að fá niðurgreitt rúmgott 3-4 herbergja húsnæði á háskólasvæðinu ($500 á mánuði), sem hentað gæti fræðimönnum með fjölskyldu. Húsnæðið er fullútbúið með húsgögnum og nettengingu. Einnig er ódýrt að búa off-campus í nágrenni háskólans.

Ofan á framfærslustyrkinn leggst eftirfarandi:

  • A professional allowance of $1,285 (eingreiðsla, en skilyrði að viðkomandi sé lengur en 4 mánuði)
  • A settling‐in allowance of $1,393 (eingreiðsla)
  • A $300 baggage allowance (eingreiðsla)
  • A $300 transit allowance (eingreiðsla)
  • A S-I-R supplemental allowance of $3,000 (eingreiðsla, en skilyrði að viðkomandi sé lengur en 4 mánuði)
  • A dependent insurance allowance is payable for dependents accompanying the grantee for at least 80% of the grant period. Grantees with one accompanying dependent will receive $240 per month; with two or more accompanying dependents, $419 per month. (mánaðarlegar greiðslur)
  • Fulbright greiðir fyrir ferðina til og frá Bandaríkjunum fyrir styrkþega og allt að tveimur fjölskyldumeðlimum (ath. að viðkomandi þurfa að fylgja styrkþeganum a.m.k. 80% tímans í Bandaríkjunum)
  • Heilsutrygging fyrir styrkþegann
  • Fulbright sér um stjórnsýslu varðandi dvalarleyfi í Bandaríkjunum

Fylgigögn með umsókn:

  1. Ferilskrá
  2. Tvö meðmælabréf
  3. Stuðningsbréf frá deild/stofnun þar sem fram kemur að umsækjandi verði veitt leyfi frá störfum ef hann hlýtur styrkinn (ef við á)
  4. Afrit af vegabréfi

Umsóknarfrestur er 23. janúar 2025.

Nánari upplýsingar má fá með því að hafa samband við [email protected] eða í síma 551 0860.