Á hverju sumri býðst lista- og handverksfólki hvaðanæava að úr heiminum að taka þátt í námskeiðum við Haystack Mountain School of Crafts. American Scandinavian Foundation býður upp á tvo styrki fyrir Íslendinga til að sækja námskeið af eigin vali við skólann sumarið 2025 í samstarfi við Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna.
Haystack Mountain School of Crafts er í Maine-fylki Bandaríkjanna og býður upp á tveggja vikna námskeið þar sem m.a. unnið er með málma, leir, textíl, gler, grafík og við, en boðið er upp á mismunandi námskeið innan hvers sviðs sem hægt er að velja um á ólíkum tímum yfir sumarið. Námskeiðsframboð fyrir sumarið 2025 hefur ekki enn verið birt en finna má upplýsingar um fyrri námskeið á heimasíðu skólans: www.haystack-mtn.org. Valdir styrkþegar munu velja námskeið sem best hentar þeirra áhugasviði þegar þar að kemur. Styrkurinn er allt að upphæð um $3.500 og verður nýttur til að greiða upp í námskeiðskostnað, gistingu og fæði við Haystack. Þátttakendur standa sjálfir straum af ferðakostnaði.
Hlekk á rafrænt umsóknarkerfi má finna hér til hliðar. Umsóknarfrestur er til og með 29. desember 2024.