Á hverju sumri býðst lista- og handverksfólki hvaðanæava að úr heiminum að taka þátt í námskeiðum við Haystack Mountain School of Crafts. American Scandinavian Foundation býður upp á tvo styrki fyrir Íslendinga til að sækja námskeið af eigin vali við skólann sumarið 2025 í samstarfi við Menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna.

Haystack Mountain School of Crafts er í Maine-fylki Bandaríkjanna og býður upp á tveggja vikna námskeið þar sem m.a. unnið er með málma, leir, textíl, gler, grafík og við, en boðið er upp á mismunandi námskeið innan hvers sviðs sem hægt er að velja um á ólíkum tímum yfir sumarið. Námskeiðsframboð fyrir sumarið 2025 hefur ekki enn verið birt en finna má upplýsingar um fyrri námskeið á heimasíðu skólans: www.haystack-mtn.orgValdir styrkþegar munu velja námskeið sem best hentar þeirra áhugasviði þegar þar að kemur. Styrkurinn er allt að upphæð um $3.500 og verður nýttur til að greiða upp í námskeiðskostnað, gistingu og fæði við Haystack. Þátttakendur standa sjálfir straum af ferðakostnaði.

Hlekk á rafrænt umsóknarkerfi má finna  hér til hliðar. Umsóknarfrestur er til og með 29. desember 2024.

Haystack Fellowship

Rafrænt umsóknarkerfi

Til að hefja umsókn þarf notandi að skrá sig í fyrsta sinn með netfangi og búa til lykilorð. Hægt er að vista umsókn áður en skilað er og opna aftur með því að skrá sig aftur inn með sama netfangi.  Ekki er hægt að skila umsókn nema fyllt sé út í alla stjörnumerkta reiti.

Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila fyrir miðnætti 29. desember 2024.

Rafræn umsókn

Umsækjendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar og búa yfir reynslu á sínu sviði. Æskilegt er að umsækjendur hafi BA/BFA eða MFA gráðu, en öllum er frjálst að sækja um sem hafa náð 18. ára aldri. Umsækjendur sem hafa ekki áður komið til Bandaríkjanna njóta forgangs, en allir eru þó hvattir til að sækja um.

Fylgigögn með umsókn (ath. að öll fylgigögn eiga að vera á ensku):

  • CV / ferilskrá
  • Sample Materials/ sýnishorn af verkum umsækjanda: 10 ljósmyndir með útskýringum (í einu PDF skjali)
  • Letter of recommendation / meðmælabréf – Umsækjandi gefur upp nafn og netfang hjá einum mæðmælanda sem skila bréfinu rafrænt áður en umsóknarfrestur rennur út. Það er á ábyrgð umsækjandans að sjá til þess að bréfunum sé skilað tímanlega. Bréfin mega alls ekki koma í gegnum umsækjandann og hann á ekki að fá afrit af bréfunum.

Umsækjendur sem boðaðir verða í viðtal verða beðnir um að hafa með sér afrit af prófskírteinum, ef við á.

Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum rafrænt umsóknarkerfi fyrir miðnætti 29. desember 2024.

Fyrirspurnir má senda á ensku á [email protected] en hafa skal í huga að vegna jólaleyfis þurfa fyrirspurnir að berast eigi síðar en um hádegi 20. desember.

Ítarlegri upplýsingar um Haystack Mountain School of Crafts á ensku hér að neðan

The Haystack Mountain School of Crafts is an international craft school located on the Atlantic Ocean in Deer Isle, Maine. Founded in 1950 as a research and studio program in the arts, Haystack offers one and two-week studio workshops to participants of all skill levels.

Haystack connects people through craft and provides the freedom to engage with materials and develop new ideas in a supportive and inclusive community.

Haystack’s summer workshops explore the intersections of craft, art, and design in broad and expansive ways. Nearly all workshops are designed for all levels of experience, and regardless of your background there is a place for you here. Participants must be at least 18 years old to participate in workshops at Haystack.

Summer 2025 workshop offerings will be announced on the Haystack website. Past workshop offerings have focused on blacksmithing, ceramics, fiber, glass, graphics, and metal and wood working.

While not all workshops are offered in every session over the summer, workshops are diverse and cover a range of artistries. More information on Haystack’s campus, housing, and course offerings can be found at www.haystack-mtn.org.