News

Fyrsti fundur Fulbright Arctic Initiative III haldinn á Íslandi

Fulbright Iceland Valsson

Fulbright Iceland Valsson

Fulbright stofnunin á Íslandi er gestgjafi fyrsta fundar Fulbright Arctic Initiative III (FAI) dagana 6.-11. júní. FAI er samstarfsvettvangur fræðimanna frá öllum ríkjum Norðurskautsráðsins, en markmið áætlunarinnar er að styrkja alþjóðlegt vísindasamstarf á sviði Norðurskautsmála. FAI stuðlar að þverfaglegu samstarfi þar sem mál eru skoðuð með heildstæðum hætti og fræðimenn vinna að hagnýtum rannsóknum sem nýtast við að leysa sameiginlegar áskoranir.

19 fræðimenn frá öllum ríkjum Norðurskautsráðsins taka þátt í fundinum, ásamt leiðbeinendum og embættismönnum. Hópurinn mun funda með umhverfisráðherra, starfandi sendiherra Bandaríkjanna, fræðimönnum, embættismönnum og sérfræðingum. Hópurinn mun jafnfamt dvelja í Reykholti og eiga þar samráðsfundi og vinna að sameiginlegum rannsóknarverkefnum.

Í tilefni af fundinum sagði framkvæmdastjóri Fulbright stofnunarinnar, Belinda Theriault, að þetta væri mikilvægt tækifæri til að kynna áherslur Íslands í málefnum Norðurslóða og nýsköpunarstarf hér á landi fyrir breiðum hópi alþjóðlegra fræðimanna. Hún var jafnframt þess fullviss að Reykholt mundi veita fræðimönnunum innblástur til góðra starfa.

Skoða má dagskrábækling Fulbright Arctic Initiative fundarins hér