News

Bókhald og ársreikningar – hlutastarf

Fulbright Iceland Valsson

Fulbright Iceland Valsson

Bókhald og ársreikningar - hlutastarf

Fulbright stofnunin á Íslandi hefur verið starfrækt síðan 1957 samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og Bandaríkjanna. Markmið hennar er að veita styrki á sviði mennta, vísinda og lista og stuðla þannig að samstarfi ríkjanna á þessum sviðum.

Við leitum að samstarfsaðila til að færa bókhaldið ársfjórðungslega og vinna önnur tengd verkefni á sviði fjármálastjórnunar, en okkar fjárhagsár er frá 1. okt-30. sept. Jafnframt þarf að vinna ársreikning stofnunarinnar í byrjun október í samvinnu við framkvæmdastjóra, en Ríkisendurskoðun endurskoðar ársreikninginn. Öll bókhaldsvinna fer fram á skrifstofu Fulbright stofnunarinnar og við notum DK bókhaldskerfið.
Starfið veitir innsýn inn í starfsemi stofnunar sem vinnur á sviði alþjóðlegs samstarfs, með aðkomu bæði íslenska og bandaríska ríkisins. Það eru ýmsir sérstæðir þættir í fjármálavinnunni sem áhugavert að er kynnast.

Við leitum að endurskoðanda eða meistaranema í reikningsskilum og endurskoðun eða sambærilegu sem hefur jafnframt gott vald á ensku, er sveigjanlegur og hefur tíma til að sinna stofnuninni á þeim tímum sem aðal vinnan fer fram (sem er venjulega í byrjun janúar, byrjun apríl, júlí/ágúst og byrjun október). Við leitum að aðila sem gæti hugsað sér jafnvel að taka að sér verkefnið til lengri tíma, þ.e. halda áfram eftir að námi lýkur, ef vel gengur.

Áhugasamir skulu senda umsóknarbréf og CV merkt „bókhald“ eigi síðar en 7. október 2022 til [email protected].