Fyrir skólaárið 2025-2026 verða veittir tveir styrkir að upphæð USD 15.000 til framhaldsnáms eða rannsókna í öllum námsgreinum við bandaríska háskóla.

Umsókn skal skilað í gegnum rafrænt umsóknarkerfi ASF.

Athugið breyttan umsóknarfrest! Umsóknarfrestur um American-Scandinavian Foundation Fellowship er 14. október 2024 fyrir skólaárið 2025-2026.  Umsóknarfrestur um ASF styrki hefur verið síðar undanfarin ár . 

Þó að stjórnsýsla sé í höndum Fulbright stofnunarinnar eru ASF styrkirnir ekki Fulbright styrkir og því ekki háðir sömu skilyrðum. T.d. á tveggja ára reglan ekki við, sækja má um styrk eftir að nám er hafið og sækja má um styrk fyrir nám og rannsóknir í læknisfræði og öðrum greinum sem fela í sér samskipti við sjúklinga.

Sjá má upplýsingar um ASF Fellowship styrkina á heimasíðu ASF en einnig má senda fyrirspurnir á ensku á [email protected].

American-Scandinavian Foundation Fellowship

Rafrænt umsóknarkerfi

Til að hefja umsókn þarf notandi að skrá sig í fyrsta sinn með netfangi og búa til lykilorð. Hægt er að vista umsókn áður en skilað er og opna aftur með því að skrá sig aftur inn með sama netfangi.  Ekki er hægt að skila umsókn nema fyllt sé út í alla stjörnumerkta reiti.

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2025-2026 er 14. október 2024.

Rafræn umsókn

American-Scandinavian Foundation (ASF) and the Iceland-United States Educational Commission (Commission) have joined forces on the American-Scandinavian Foundation Fellowship program for Icelanders. For the 2025-2026 academic year the Commission will administer ASF grants for Icelanders. The application deadline is October 14, 2024.

Two ASF Fellowship grants of USD 15,000 will be awarded to Icelandic students for the 2025-2026 academic year to pursue a graduate degree or research project in any field at a U.S. university.

Applications are submitted using the ASF grant application platform.

Attention: The deadline for Icelandic grantees applying for funding through ASF has changed. For the 2025-2026 academic year the deadline will be October 14, 2024. Previously ASF grants for Icelanders have had a later deadline.

Although administered by the Iceland-U.S. Educational Commission, the ASF grants are not a part of the Commission’s Fulbright grant program and applicants are not subject to restrictions that apply to Fulbright grants (such as the two-year home residency requirement and clinical studies).

Mikilvægar upplýsingar fyrir umsækjendur

Styrkirnir eru veittir til framhaldsnáms (mastersnám eða doktorsnám) eða rannsókna í öllum námsgreinum við bandaríska háskóla. Ekki er veittur styrkur til þeirra sem sækjast eftir skiptinámi í Bandaríkjunum. 

Umsækjendur skulu vera íslenskir ríkisborgarar og hafa lokið (eða ljúka næsta vor) námi til fyrstu gráðu á háskólastigi (B.A., B.Sc., B.Ed., eða sambærilegri gráðu). Umsækjandi þarf ekki að hafa staðfestingu á skólavist þegar sótt er um. Ath. að styrkurinn er einnig í boði fyrir þau sem þegar hafa þegar hafið framhaldsnám í Bandaríkjunum.

Með umsókn skal skila:

  • CV
  • Transcript – athugið að hér er átt við háskóla, ekki setja inn menntaskóla
  • Brief Research/Project Summary – max 200 orð
  • Project Statement
  • Relationship to current and/or future plans – max 500 stafabil
  •  3 Letters of Recommendation – Umsækjandi gefur upp nöfn og netföng hjá 3 mæðmælendum sem skila bréfunum rafrænt. Bréfin ættu að vera skrifuð af háskólakennurum sem hafa kennt eða leiðbeint umsækjanda eða stjórnandum sem hafa haft umsjón með vinnu umsækjanda á viðkomandi fræðasviði. A.m.k. tvö bréfanna ættu að vera skrifað af akademískum fræðimönnum. Ekki má fá ættingja, maka eða persónulega vini til að skrifa meðmælabréf. Bréfin skulu vera á ensku og þeim skal skila rafrænt í gegnum umsóknarkerfið áður en umsóknarfrestur rennur út. Það er á ábyrgð umsækjandans að sjá til þess að bréfunum sé skilað tímanlega. Bréfin mega alls ekki koma í gegnum umsækjandann og hann á ekki að fá afrit af bréfunum. 
  • Budget – yfirlit yfir áætlaðan kostnað (t.d. skólagjöld, ferðir, framfærslu o.fl.) og hvernig umsækjandi ætlar að standa straum af honum (t.d. stykrir, námslán, eigið fé)

 

Fyrirspurnir má senda á ensku á [email protected].

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2025-2026 er 14. október 2024.