Tækifæri fyrir íslenska háskóla til að fá bandaríska fræðimenn til kennslu

Fulbright stofnunin á Íslandi vekur athygli á tækifærum fyrir íslenskar háskólastofnanir til að fá bandaríska Fulbright fræðimenn til kennslu, fyrirlestrahalds, þróunarvinnu o.þ.h.
Request for Scholar
Íslenskar háskóladeildir geta sótt um að fá til sín sérhæfðan Fulbright-gestakennara til kennslu í eina önn. Ef umsókn er samþykkt greiðir Fulbright mánaðarlegan styrk til fræðimannsins á meðan dvölinni á Íslandi stendur, auk ferðastyrks, og deildin þarf einungis að útvega viðkomandi vinnuaðstöðu.
Nú er umsóknarferlið fyrir gestakennara skólaárið 2027-2028 í gangi. Valdar stöður er síðan auglýstar í Bandaríkjunum í opnu ferli fram á haust 2026.
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna á: https://fulbright.is/receive-a-us-scholar/request-for-scholar/
Umsóknarfrestur um Request for Scholar er 14. október 2025.
Fulbright Specialist Program
Hægt er að sækja um að fá bandarískan sérfræðing, Fulbright Specialist, í 2-6 vikur, t.d. til námskeiða- eða fyrirlestrahalds, þróunarvinnu o.fl. Fulbright greiðir sérfræðingnum launastyrk og ferðakostnað, en gestgjafastofnun greiði húsnæði og uppihald innanlands innanlands á meðan dvölinni stendur.
Nú er hægt að sækja um að fá sérfræðinga á vorönn 2026 eða skólaárið 2026-2027 og verða þær umsóknir afgreiddar eftir 1. október næstkomandi. Tekið er á móti umsóknum um Specialist styrki árið um kring..
Nánari upplýsingar um Specialist styrki má finna hér: https://fulbright.is/receive-a-us-scholar/specialist-program/
Inter-Country Travel Grant
Inter-Country Travel Grant Program veitir íslenskum stofnunum og háskólum tækifæri til að fá Fulbright fræðimenn í öðrum Evrópulöndum í nokkurra daga heimsókn til Íslands, t.d. til að halda erindi á ráðstefnu eða koma með ákveðna sérþekkingu inn í námskeið. Fulbright greiðir ferðir fyrir viðkomandi fræðimann til landsins, en gestgjafi á Íslandi útvegar húsnæði og fæði á meðan á dvöl viðkomandi stendur. Nú í vetur verða yfir 200 bandarískir fræðimenn á flestum fræðasviðum staddir í Evrópu og því er kjörið tækifæri fyrir íslenska háskóla að nýta þennan möguleika.
Tekið er á móti umsóknum um Inter-Country Travel Grant árið um kring, en gott er að umsókn berist a.m.k. 6 vikum fyrir áætlaðan komudag fræðimanns.
Nánari upplýsingar og lista yfir Fulbright fræðimenn í Evrópu má finna á https://fulbright.is/receive-a-us-scholar/intercountry-travel-program/