Styrktækifæri á sviði endurnýjanlegra orkugjafa
Staðarfræðimaður við Harding-háskóla / endurnýjanleg orka
Fulbright stofnunin á Íslandi kallar eftir umsóknum frá fræðimönnum og sérfræðingum um Fulbright Scholar in Residence (S-I-R) styrk til kennslu á sviði endurnýjanlegra orkugjafa við Harding University í Bandaríkjunum veturinn 2025-2026.
Styrkþeginn mun kenna námskeið um endurnýjanlega orku og loftlagsbreytingar við verkfræðideild Harding-háskóla í Arkansas. Námskeiðin verða miðað að nemendum í grunnámi í STEM-greinum, m.a. í ýmsum verkfræðigreinum og tölvunarfræði.
Umsækjandi skal hafa hæfni til kennslu á háskólastigi og bæði tæknilega og akademíska þekkingu á endurnýjanlegri orku (þ.e. nýtingu jarðhita og vatnsafls). Meistaragráða er skilyrði, en æskilegt er umsækjandi hafi lokið doktorsprófi. Fræðimenn og sérfræðingar úr öllum STEM-greinum er hvattir til að sækja um, en einnig kæmu til greina umsækjendur á sviði viðskipta- og hagfræði ef þeir hafa haldbæra þekkingu á endurnýjanlegum orkugjöfum.
Umsóknarfrestur er 23. janúar 2025
Nánari upplýsingar og hlekk á rafrænt umsóknarkerfi má finna hér. Einnig er velkomið að senda fyrirspurnir á [email protected] eða hafa samband í síma 551 0860.