Að auki mun fræðimaðurinn skipuleggja námsferð til Íslands fyrir nemendur á vorönn 2026 og taka þátt í mánaðarlegri fyrirlestrarröð við Harding Honors college þar sem tækifæri er fyrir nemendur í öllum námsgreinum að fræðast um endurnýjanlega orku.
Umsækjandi skal hafa hæfni til kennslu á háskólastigi og bæði tæknilega og akademíska þekkingu á endurnýjanlegri orku (þ.e. nýtingu jarðhita og vatnsafls). Meistaragráða er skilyrði, en æskilegt er umsækjandi hafi lokið doktorsprófi. Fræðimenn úr öllum STEM-greinum er hvattir til að sækja um, en einnig kæmu til greina umsækjendur á sviði viðskipta- og hagfræði ef þeir hafa haldbæra þekkingu á endurnýjanlegum orkugjöfum.
Harding University er lítill “liberal arts” háskóli með tæplega 5000 nemendur og er staðsettur í háskólabænum Searcy, Arkansas, sem er í um 50 mínútna aksturfjarlægð frá Little Rock, Arkansas og tæplega 2 tíma fjarlægð frá Memphis, Tennessee. í Arkansas má m.a. finna Ouachita og Ozarks fjöllin og sjö þjóðgarða, auk fjölda annarra náttúru- og útivistaperla.
Þetta er einstakt tækifæri fyrir fræðimenn og sérfræðinga með smá ævintýraþrá og áhuga á að deila þekkingu og reynslu Íslendinga af endurnýjanlegum orkugjöfum og kynnast um leið háskólaumhverfinu í suðurhluta Bandaríkjanna sem rómaður er fyrir gestrisni, tónlist og góðan mat.